Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1921, Blaðsíða 64
64
1907, er hjer yfir vellina litlu sunnar1 2. — Harla ólíklegur virðist
þessi staður til þess að hjer hafi verið Fangabrekka. — S. G. segir
að hún muni varla hafa getað verið að vestanverðu á völlunum.—
Þar sem kvíslast vegirnir að vestanverðu er bungumynduð grund
austur frá hallinum. Hún er nú skorin sundur í geira af vegunum
og skemd af jarðföllum, en áður hefir hún verið sljett og fögur.
Hjer þykir mjer líklegast að Fangabrekka hafi verið. Hallinn er
víða mjög lítill á þessari grund og hefir ekki komið að sök við
fangbrögðin, en verið þó svo mikill í heild sinni að þetta hefir þótt
mega heita brekka.
Á þennan stað, er jeg ætla að verið hafi Fangabrekka, hefir
S. G. ritað nöfn allra fjórðungsdómanna, ætlar að þeir hafi setið
þar hver fyrir sig þau skifti, er hann ákveður nánar, sbr. skrána
með uppdrættinum í Alþst. — Að vísu er ekkert þvi til fyrirstöðu
í sjálfu sjer, að fjórðungsdómarnir hafi verið látnir sitja í Fanga-
brekku, en hvergi er þess getið samt, að þeir hafi nokkuru sinni
verið settir þar. — Mönnum kemur saman um að þeir hafi ekki
setið vestan ár, heldur uppi á völlunum norður frá ánni, enda er
það ekki ólíklegt Tvent virðist mjer þó komi til athugunar í
þessu sambandi, hvort samrímt verði setu tveggja dóma á þessum
völlum, síns í hvort sinnið og með hundrað ára millibili. Annað
eru orð Marðar Valgarðssonar að Austfirðingadómi á brennumála-
þinginu, þar sem hann býður búum »til setu vestr á árbakka® og
talar um kvið þann er hann hefir »saman settan vestr á árbakka«*.
Ekki vil jeg fortaka, að dómurinn kunni að hafa setið á völlunum
fyrir norðan ána í þetta sinn, en líkara þykir mjer til, að hann
hafi setið austur frá árbakkanum, á völlum þeim er munu hafa
verið fram með ánni þar fyrrum. — Hitt er frásögn Sturl.-s. um
Breiðfirðingadóm, er hanu slcyldi dæma um áverka þá er Þorgils
Oddason veitti Hafliða Mássyni á alþingi 1120; settu þeir Hafliði
þrisvar niður »dómendr sína í dómstaðnum, ok mátti aldri dómr-
inn setjaz —---------ok þá færðu þeir dóminn austr í hraunit hjá
Byrgishúð; þar gæta gjár þrim megin, en virkisgarðr einum meg-
in«. Nú má telja víst, að Byrgisbúð hafi verið á Spönginni, sem
enn mun rætt frekar, og að dómstaður sá, er í fyrstu hafði verið
ákveðinn, hafi því verið vestur þaðan, þ. e. á völlum þessum aust-
an við ána, eða einhvers staðar á milli hennar og Spangarinnar,
1) Sumurin 1920—21 hefi jeg reynt að láta græða verstu flögin hjer, fylla
ofan i stærstu og blautustu bollana og notað til þess sumpart grjót úr móunum
næst hrauninu.
2) Njáls-s. 142. kap. (= ísl. sögur III., 773).