Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1921, Síða 64

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1921, Síða 64
64 1907, er hjer yfir vellina litlu sunnar1 2. — Harla ólíklegur virðist þessi staður til þess að hjer hafi verið Fangabrekka. — S. G. segir að hún muni varla hafa getað verið að vestanverðu á völlunum.— Þar sem kvíslast vegirnir að vestanverðu er bungumynduð grund austur frá hallinum. Hún er nú skorin sundur í geira af vegunum og skemd af jarðföllum, en áður hefir hún verið sljett og fögur. Hjer þykir mjer líklegast að Fangabrekka hafi verið. Hallinn er víða mjög lítill á þessari grund og hefir ekki komið að sök við fangbrögðin, en verið þó svo mikill í heild sinni að þetta hefir þótt mega heita brekka. Á þennan stað, er jeg ætla að verið hafi Fangabrekka, hefir S. G. ritað nöfn allra fjórðungsdómanna, ætlar að þeir hafi setið þar hver fyrir sig þau skifti, er hann ákveður nánar, sbr. skrána með uppdrættinum í Alþst. — Að vísu er ekkert þvi til fyrirstöðu í sjálfu sjer, að fjórðungsdómarnir hafi verið látnir sitja í Fanga- brekku, en hvergi er þess getið samt, að þeir hafi nokkuru sinni verið settir þar. — Mönnum kemur saman um að þeir hafi ekki setið vestan ár, heldur uppi á völlunum norður frá ánni, enda er það ekki ólíklegt Tvent virðist mjer þó komi til athugunar í þessu sambandi, hvort samrímt verði setu tveggja dóma á þessum völlum, síns í hvort sinnið og með hundrað ára millibili. Annað eru orð Marðar Valgarðssonar að Austfirðingadómi á brennumála- þinginu, þar sem hann býður búum »til setu vestr á árbakka® og talar um kvið þann er hann hefir »saman settan vestr á árbakka«*. Ekki vil jeg fortaka, að dómurinn kunni að hafa setið á völlunum fyrir norðan ána í þetta sinn, en líkara þykir mjer til, að hann hafi setið austur frá árbakkanum, á völlum þeim er munu hafa verið fram með ánni þar fyrrum. — Hitt er frásögn Sturl.-s. um Breiðfirðingadóm, er hanu slcyldi dæma um áverka þá er Þorgils Oddason veitti Hafliða Mássyni á alþingi 1120; settu þeir Hafliði þrisvar niður »dómendr sína í dómstaðnum, ok mátti aldri dómr- inn setjaz —---------ok þá færðu þeir dóminn austr í hraunit hjá Byrgishúð; þar gæta gjár þrim megin, en virkisgarðr einum meg- in«. Nú má telja víst, að Byrgisbúð hafi verið á Spönginni, sem enn mun rætt frekar, og að dómstaður sá, er í fyrstu hafði verið ákveðinn, hafi því verið vestur þaðan, þ. e. á völlum þessum aust- an við ána, eða einhvers staðar á milli hennar og Spangarinnar, 1) Sumurin 1920—21 hefi jeg reynt að láta græða verstu flögin hjer, fylla ofan i stærstu og blautustu bollana og notað til þess sumpart grjót úr móunum næst hrauninu. 2) Njáls-s. 142. kap. (= ísl. sögur III., 773).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.