Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1921, Blaðsíða 68
68
Sturl.s., útg. Kálunds I., 29., segir, eins og tilgreint var hjer á
undan, hvar Byrgisbúð var rúraum 100 árum siðar. Það var á
alþingi 1120 er þeir áttust við Þorgils Oddason og Hafliði Másson,
og Þorgila særði Hafliða á þinginu að dómi. Kom mál Þorgils í
dóm á sama þingi, »ok settu þeir þrisvar niðr dómendr sína í
dómsstaðnum, ok mátti aldri dómrinn setjaz Ok þá nefndi Haf-
liði vátta at því, at hann mátti eigi dóminum fram koma fyrir
ofriki Þorgils, ok þá færðu þeir dóminn austr í hraunit hjá Byrg-
isbúð; þar gæta gjár þrim megin, en virkisgarðr einum megin; ok
í þeim dómi verðr Þorgils Oddason gerr sekr skógarmaðr«. Af
þessari upplýsingu um Byrgisbúð er ljóst, hvers vegna Flosi hefir
tjaldað hana brennumála-þingið, — hvort sem nú virkisgarðurinn
hefir verið kominn þá eða ekki. I annan stað virðist varla geta
verið vafamál samkvæmt þessu, hvar Byrgisbúð hafi verið, nefni-
lega hjer á Spönginni, svo sem Kálund hefir einnig sjeð og bent á‘.
En af þessu leiðir í rauninni, að þetta mannvirki, sem er sýnilega
hið eina, er gert hefir verið nokkru sinni á Spönginni, hlýtur að
vera Byrgisbúð. En þar fyrir er alls ekki sjálfsagt, að Svínfellinga-
búð hafi verið hjer, nje búðarvirki þeirra Orms og Þórarins Jóns-
sona á Svinafelli. Er fremur ósennilegt að Byrgisbúð hafi heitið
öðru nafni Svínfellingabúð; og af frásögn Sturls. (I. 461) um það,
þegar við sjálft lá, að orusta yrði á völlunum hjá lögrjettu sumarið
1234, virðist helzt mega ráða, að búðarvirki þeirra Orms og Þórar-
ins hafi ekki verið svo afskekt sem það hefði verið, ef það hefði
staðið austur á Spönginni. Þar segir svo: »Kolbeinn gecc með
flocc sinn vapnaðan upp i virki þeira bræðra Orms ok Þorarins,
ok havfðo þeir allir samt þar flocka sina með vapnum. Snorre var
með flocc sinn i breckunne fyrir ofan Val-havll ok allt uestr um
Dilkinn. Var Þorleifr með honum ok Arni Magnus son. [Orækja
var með sinn flokk upp frá1 2 laugrettu ok hendo gaman at glimum.
Þorarinn son Saka-Steingrims, hafðe gengit or flocki Kolbeins til
buðar Iokla-manna ok stoð við vegginn ok talaþe við annan mann
ok stoð a vixl fotunum. Þa gengu þeir þar at Ion prestr Mark-
us son ok Sueinn son hans, ok hio Sveinn a baða fotleggi honum
ok af annan, enn skoraðe þo miok a annan. Siþan snero þeir upp
mille Austfirðingabuþar ok Iokla-manna-buðar ok stefndo sva i
1) Það er mjög liklegt. að ekki að eins »dómhringurinn« 4 spönginni eint,
heldur þessi frásögn Sturl.-s. eða aðrar frásagnir um þennan dóm & Spönginni hafi
átt þátt i þvi, að sú skoðun myndaðist á siðari tímum (seint á 17. öldinni liklega),
að Lögherg hafi verið þar.
2) í Króksfjarðarbók stendur : „þeir voro þa fyrir ofan,“