Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1921, Blaðsíða 14
14
budarveggena; Enn ad erfdum kann hun ecki ad ganga og ecki ad
reparerast nema med ydar leife. Buder hafa vered brukadar á al-
þijnge almennelega i fyrndenne, og aungva nijtanlega aheyrslu ætla
eg þad mune kunna ad fá á hærre stódumm, ef þier vilied af skaffa
þær sem komnar eru. Enn þad er i ydar frijvilia ad leifa budar-
giórdena og leifa ecke, Item ad leggia Skilmála, sem bádum kann
umm ad semia og þa verdur eingin þrætann «
Það er að skilja á þessu brjefi byskups, að búðirnar, sem þá
sjeu á alþingisstaðnum, hafi yfirleitt verið bygðar í tíð sjera Jóns
og að hann hefði miklu getað ráðið um bygging þeirra; en jafnframt
er biskupi að sjálfsögðu vel kunnugt um það, að »búðir hafa verið
brúkaðar á alþingi almennilega í fyrndinni«.
Sjera Jón var ekki ánægður með þessar undirtektir, skrifaði
byskupi um hæl, næsta dag og ljet þá byskup tilleiðast; er svar
hans til prests að finna á bls. 1085—86 í sömu brjefabók, dags. 7.
s. m. Upphafið af því er prentað í Árb. 1884—85, bls. 143, neðan-
máls1; hefir Árni Thorsteinsson landfógeti ritað þar um þetta mál,
á bls. 143—145. Hafði byskup skrifað meðmæli síu með bænarskrá
sjera Jóns daginn áður, 6. sept., og er afrit af því skjali í hinni
dönsku brjefabók 1728—36, bls. 1066—67, á eftir bænarskrá prests.
Er upphafið á ummælabrjefi byskups til konungs þannig: Præsten
Hr- Jon Haldorsen besværger sig over tvende ting i denne sin aller-
underdanigste Suppliqve til Eders KongL Mayt. 1° at i stæden for
at Lantingsmændene fordum tid, baade geistlige og verdslige har i
mands minde brugt deres Telter, saa længe Landstinget har over-
staaet, da har de verdslige nu for nogen faa aar begynt, at oplegge
Tofter, hvilke de overdecker med vadmel i Ligning af et Telt for
mageligheds skyld. Disse tofter kaster de op af Jord og Steen* o.
8. frv.2
Þá var amtmaður Joachim Henrichsen Lafrentz og kom nú til
hans umsagnar. Eins og sjá má af útdrættinum úr umsagnarbrjefi
hans, sem prentaður er í Árb. 1884—85, bls. 144—45, tók hann þetta
mál til rækilegrar meðferðar og skrifaði um það langt erindi til
konungs. Var hann því eindregið mótmæltur, að þingmönnum yrði
á nokkurn hátt meinað að byggja búðir og hafa hesta sína vestau
ár. Erindi amtmanns er svo fróðlegt viðvíkjandi þessu búðamáli og
1) En ekki fyllilega rjett: A eftir „medtekid11 (1. 1) vantar: med Olafe Brinj-
olfssyne; „afnrda dugheitum11 á að vera „ofurdadngheitum11 (4. 1.); »eirnin vilja« á að
vera „eirnen þad ad vilia“ (5. 1.); „ei“ (7. 1.) og „eigi“ (9. 1) á víst að vera „ecki“.
2) Framhaldið verður ekki lesið fyllilega orði til orðs í hrjefahókinni, sakir
skemda á hlaðinu; efnið er þó ljóst, en óþarft að setja hjer meira.