Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Side 1
Islenzkar dysjar og fornleifar
frá víkingaöld.
Eftir Haakon Shetelig.
Hauslið 1936 dvaldi jeg um hríð á íslandi, og gafst mjer þá
tækifæri til að athuga fornaldarleifarnar í Þjóðminjasafninu í
Reykjavík með Matthíasi Þórðarsyni, þjóðminjaverði Islands. Er jeg
innilega þakklátur fyrir þá handleiðslu svo kunnugs manns, er jeg
naut þá góðs af við athugun fornleifanna, og sömuleiðis fyrir það,
að hann veitti samþykki sitt til, að þessar athugasemdir yrðu birtar.
Beztu þakkir enn fremur fyrir ljósmyndir þær, sem Þjóðminjasafn-
ið ljet vinsamlega í tje til þess að gera eftir myndirnar, er fylgja
grein þessari.
Islenzku fornleifarnar frá heiðni eru að mörgu leyti mjög eftir-
tektarverðar fyrir norska fornfræðinga. Þeir voru norrænir, menn-
irnir, sem námu land á fslandi, og vjer höfum þær frásagnir um
landnámið allt þar, sem hvergi eiga annars staðar jafningja sinn.
Mikill hluti landnámsmanna fór út til íslands beina leið frá Noregi,
en nær því jafnmikill var sá hluti þeirra, er kom til íslands frá
norrænu nýlendunum á Skotlandi og frlandi, eða hafði staðið í sam-
bandi við brezkar víkingabyggðir. Þegar í allra-fyrsta landnáminu
hefir fóstbróðir Ingólfs, Hjörleifur, sverð frá írlandi og írska þræla.
Landnámsmennirnir fluttu með sjer til íslands fornar norskar erfða-
hefðir í menningu allri, þjóðfjelagsskipun og rjettarfari, og jafn-
framt hin nýju áhrif af nánum samböndum við brezku eyjarnar á
víkingaöldinni. Hins vegar er það fyllilega ljóst af sannsögulegum
heimildum, að íslendingar fengu mjög bráðlega ákveðin, þjóðleg sjer-
einkenni, er þeir sömdu sig bæði í lifnaðarháttum og bjargræði eftir
hinu sjerkennilega náttúrufari á íslandi, og þá fengu þeir þau ekki
síður af hinni sjálfstæðu framþróun í stjórnarfari sínu, hinu frjálsa
íslenzka allsherjarríki. Úr litlu, norsku þjóðarbroti, er farið hafði
út til íslands, urðu Islendingar, sjerstök þjóð, er sýndi undir nýjum
og, að því er virðist, fátæklegum landshögum, þróun svo mikils lífs-