Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Síða 3
7
miklu fleiri en ætla mætti, er litið er yfir það safn af fornleifum,
sem nú verður sjeð í safninu 1 Reykjavík. Þess skal getið hjer, að
reglubundnar rannsóknir með uppgrefti hafa þá að eins verið fram-
kvæmdar, er ástæður voru til, og mjög hógværlega farið í þær, og
hins er einnig að minnast, að jarðræktin á Islandi er ekki innifalin
í því, að brjóta land og plægja akur, störf, sem í Noregi verða mjög
drjúgum til þess að leiða í dagsins ljós fornleifar úr dysjum frá löngu
liðnum tímum. Á íslandi finnast fornminjar helzt við heimaverk af
hendingu, þegar grafið er fyrir undirstöðum nýrra húsa. Annars
finnast hinar fornu dysjar þar venjulega fyrir eins konar fyrirbrigði
í náttúrunni, sem er sjerkennilegt fyrir ísland; það er þannig, að
grassvörðurinn rifnar upp í roki og síðan blæs jarðvegurinn neðan-
undir smám saman burt með vindinum; beinaleifar og fornminjar
koma þá fram til sýnis á yfirborðinu á eðlilegan hátt. Mjer hefir
skilizt, að með reglubundnum rannsóknum mætti áreiðanlega gera
ráð fyrir því, að auka mætti allmikið á tölu kunnra, íslenzkra dysja-
funda frá víkingaöldinni og fylla enn betur yfirlitið yfir þær dysja-
minjar og þær dysjar frá heiðni, sem til eru. Þetta síðast-nefnda,
um dysjarnar, er ekki hvað minnst áríðandi fyrir fornfræðilegar
rannsóknir landsins, þar eð því fer vafalaust fjarri, að í öllum gröf-
um eða dysjum hafi verið fólgnar fornminjar með hinum framliðnu.
Greftrunarsiðirnir á íslandi hafa yfirleitt verið óbrotnir, og dysjar,
sem hafi verið verulega auðugar að fornminjum, hafa verið fásjeðar
í samanburði við það, sem hefir átt sjer stað í Noregi.
Sá var siður á íslandi, hinn sami og vestanfjalls í Noregi, að
menn voru dysjaðir heima við bæina, innan landamæra ættmenna
sinna, en ekki í grafreitum, sameiginlegum fyrir stóran söfnuð. Þar
sem svo stendur á, að til eru all-nákvæmar skýrslur um þetta, en
þær eru ekki margar, verðum við ætíð varir við takmarkaða hópa af
dysjum, og er hver hópur í sambandi við gamalt býli. Fornleifafund-
urinn á Brimnesi við Dalvík í Svarfaðardal, með 13 dysjum, er sýni-
lega einkennandi; þar er eini dysjareiturinn á Islandi, sem hefir verið
rannsakaður fullkomlega og reglulega. En alveg eru tilsvarandi t. a.
ui. dysjarnar hjá Skerðingsstöðum í Reykhólasveit, dysjarnar fyrir
botni Berufjarðar í Barðastrandarsýslu, á Miklaholti í Árnessýslu
o. s. frv.
Að ytra útliti eru dysjarnar frá heiðni ætíð óálitlegar. Grafirnar
eru luktar litlum grjóthrúgum og grasþökum, og eru nefndar dysjar
á íslandi, en oft eru slíkar dysjar að eins lágar, steinlagðar hvirfing-
ar, sem eru naumast hærri en svæðið umhverfis; eða grafirnar geta
verið blátt áfram grafnar niður í jarðveginn undir flötu yfirborði.