Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Side 4
8
Sams konar fyrirkomulag með öllum mögulegum tilbreytingum er
einnig alþekkt í Noregi, en það, sem er sjerkennilegt fyrir fsland,
er, að þar sjást engin minningarmörk, sem mikið ber á, engir stórir
haugar, svo sem vjer getum að líta hvarvetna um land allt í Noregi
frá víkingaöldinni, — suma furðulega mikla. fslendingar hafa í því
tilliti verið alveg lausir við allan metnað, og má segja, að hin ein-
falda, hógværlega gerð á dysjunum sje einkennandi þáttur í þessu
nýja þjóðfjelagi þeirra allan fyrsta hlutann af lýðveldistímabilinu.
Jafn-tilbreytingarlaus var greftrunin sjálf. Líkin voru ætið jörð-
uð óbrennd, svo sem einnig átti sjer stað, með mjög fáum undantekn-
ingum, í norrænu víkingabyggðunum á brezku eyjunum.2) Er hjer
þannig enn um verulega frábrugðinn sið að ræða frá því, sem venja
var til í Noregi; þar hölluðust menn mjög víða að líkbrennum alla tíð
meðan heiðnir jarðarfararsiðir voru yfirleitt hafðir um hönd. Þeir,
sem fengizt hafa við rannsóknir í fornfræði ísland, hafa jafnan bent
á þetta, hversu frábrugðnir greftrunarsiðirnir á íslandi hafa verið,
og hafa menn helzt viljað leita ástæðunnar í því, hve erfitt hafi verið
að afla brenniviðar á Islandi. Ekki er sú ályktun alveg sannfærandi.
í þann tíð var trjágróður allmiklu meiri á landinu en á síðustu tím-
um. Vjer sjáum t. a. m., að rauðablástur var stundaður mjög mikið,
en til þeirrar iðju þarf mikinn við.3) Það er því ekki líklegt, að fs-
lendingar hafi látið af líkbrennum, vegna þess, að þeir hafi viljað
fara sparsamlega með skógarviðinn, hefði þessi siður, að brenna
líkin, stuðzt við viðurkennda, siðferðislega kröfu, sem menn væru
skyldugir að gegna fyrir hina framliðnu. Öllu heldur verður að dæma
um greftrunarsiðina á íslandi með tilliti til þess, hversu til var
hagað í þeim efnum í víkingabyggðunum á Skotlandi og írlandi; þar
var greftrun án líkbrennslu svo að kalla undantekningarlaus, svo
sem þegar hefir verið tekið fram. Á íslandi var því fylgt þeim sið í
þessu, sem þegar var kominn á fyrir löngu í nýlendunum vestan hafs,
og það sennilega helzt fyrir áhrif frá kristninni, og fluttist þaðan
með vestrænum landnámsmönnum, svo sem eðlilegt má þykja.
Gröfin sjálf er hin einfaldasta að gerð, hvort heldur hún hefir
verið gerð að öllu leyti neðan jarðar eða lukt með dys ofan jarðar,
og oft sett umhverfis hana röð af steinum, en ekki haft neitt veru-
legt grafarhólf. Ekki verður bent á það, að fylgt hafi verið neinni
fastri reglu um það, hversu grafir manna skyldu snúa eftir áttum.
Líkið er oft þannig í gröfinni, að rjett hefir verið úr því; en þess
kvað einnig vera ábyggileg dæmi á íslandi, að líkin hafi verið jörðuð
sitjandi. Skipsgrafir eru undantekningar; þó þekkjast þeirra a. m. k. 3
dæmi, í fornleifafundunum hjá Hafur-Bjarnar-stöðum, Laugarbrekku