Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Side 6
10
hafði verið sjaldgæfur dýrgripur. — Sjerstaldega ríkuleg kvemnanns-
gróí fannst hjá Miklaholti í Biskupstungum; þar fundust fjórir
skrautgripir úr bronzi, — tvær sporöskjulagaðar nælur, ein með þrem
tungum og ein kringlótt, lítil, steinasörvi, járnmjel og brot úr öðrum
hlut úr járni. Sömuleiðis hafa fundizt í öðrum dysjum þær venju-
legu þrjár bronzinælur, er heyrt hafa saman, og stundum hefur
steinasörvi fundizt með þeim, en stundum ekki. Það eru undantekn-
ingar, er fundust í kvendysinni hjá Kornsá vefjarskeið, klippur og
vogarskál, og í kvendysinni í Álöfarey voru hnífur, klippur, steikar-
teinn og leifar af stokk, auk skrautgripa, m. a. armbaugs úr
gagati.5a)
Skrautgripir kvennanna, þeir er fundizt hafa í dysjunum á Is-
landi, eru alveg með norskri lögun, og jafnframt eru þeir allt það
kvenskart, er búningnum fylgdi — tvær sporöskjulagaðar nælur og
ein eða tvær nælur að auki með annari lögun, — og er þetta fast-
ákveðinn búningsháttur, svo að kalla norskur þjóðbúningur kvenna,
sem fylgdi einnig norrænum mönnum hvert sem þeir fóru að reisa
sjer byggðir og bú í Vestur-Evrópu. Að eins það eitt er kynlegt í
þessu efni, að vjer söknum þess á íslandi oftar en ella, að búningur-
inn sje fullkominn; vjer finnum þar t. a. m. alveg ábyggileg dæmi
þess, að konur hafa þar verið jarðaðar með einungis einum skraut-
grip, einni sporöskjulagaðri nælu. Svipað er því farið um vopna-
búnað karlmanna. Að eins eitt spjót er oft og tíðum eina vopnið,
sem hinn framliðni hefir fengið með sjer í gröf sína, en sverð eru
þar á móti sjaldfundin, og jafn-sjaldfundnir eru skildir, og dysjár
án nokkurs vopns eru bersýnilega mjög algengar. Það er gagnstætt
norskum greftrunarsiðum; þar hafa menn verið venjulega fullbúnir
fastákveðnum, þjóðlegum vopnum, og mjög oft framyfir það. En
þótt þessu sje þannig farið, er ekki með því fengin ábyggileg ástæða
til að álykta, að efnahagur manna á íslandi hafi í raun og veru verið
svo bágborinn, sem dysjarnar benda til. Það kunna að hafa legið
aðrar ástæður til þess, að gripafórnir í grafir manna gjörðust nokkru
óbrotnari, svo sem að brugðið hafi verið gömlum byggðavenjum við
brottflutning til annars og nýs lands, á svipaðan hátt og það var, að
líkbrennur lögðust niður. En einhver veruleg ástæða hlýtur að hafa
legið til grundvallar fyrir svo áberandi mótsetningu við hina íburð-
armiklu greftrunarsiði í Noregi á sama tíma.
Aldur gripagerðanna kemur algjörlega heim við hið alkunna,
sögulega tímatal. í eitt skipti kemur fyrir sporbaugsmyndaða nælan
með Borrógerðinni (sbr. Jan Petersen, Vikingetidens smykker, bls.
49), frá því um 900 eða byrjun 10. aldar. Einu sinni nælan með