Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Qupperneq 7
11
Jalangursgerðinni (Jan Petersen, 57. mynd) ; en allar aðrar spor-
öskjulagaðar nælur eru af sömu gerð og sýnd er með 652. og 654.
mynd í bók 0. Ryghs, Norske Oldsager, enda er sú gerð einnig hin
allra-algengasta í Noregi á 10. öldinni.
Þótt svo megi virðast sem menning sú, er vjer sjáum af íslenzku
fornleifunum yfirleitt, eins og í skrautgripum og búningssiðum, sje
náskyld menningunni í Noregi á sama tíma, hefur hún samt frá-
brugðin, ákveðin sjereinkenni, sem koma fram bæði vegna sjálf-
stæðra sambanda og viðskifta fslendinga við aðrar framandi þjóðir
og lönd, og jafnframt vegna þess, að nýjar, íslenzkar gerðir af grip-
um koma fram þegar á fyrstu öldinni eftir að land hafði verið numið.
Ef vjer lítum á forngripi, sem fluttir hafa verið frá framandi lönd-
um til íslands og fundizt hafa þar, þá er það, frá norsku sjónarmiði,
eftirtektaverðast og kynlegast, að vjer verðum, svo að segja engra
þeirra hluta varir, er bera það með sjer, að þeir hafi komið frá fr-
landi. Slíltir hlutir finnast nefnilega mjög oft í Noregi. Það er hægt
að finna eðlilega skýring á því, hvers vegna vjer finnum eltki á ís-
landi neina af hinum einkennilegu, írsku skrautgripum úr gylltu
bronzi; það var nefnilega hætt við að nota þá í Noregi einnig allt
frá byrjun 10. aldar. Af þess konar gripum finnum vjer að eins
einn á íslandi, bronziprjón með skreyttum haus, og er auga í gegn-
um hann, en hringur hefur leikið í auganu; má sjá á skrautverkinu,
að það er efalaust írskt, sjá 1. m. á 1. myndabl. En það er mjög
kynlegt, að ekki skuli sjást á íslandi einn einasti írskur bronziketill
eða drykkjarhorn, sem fundizt hafa oft og einart í Noregi, einnig
frá 10. öld. Að því er virðist, hafa þessi áhöld ekki flutzt til íslands.
Eini gripurinn, sem ætti, ef til vili, að geta um í þessu sambandi, er
vogarskál úr bronzi í Kornsár-fundinum, sú er nefnd var hjer áður.(i)
Nokkrir aðrir hlutir bera samt vitni um viðskifti við vestrænar
víkingabyggðir. í því sambandi eru einkum áberandi hringprjónar,
sem tilheyrt hafa búningi manna, líklega helzt skozk-keltneskir að
gerð, enda algengir í víkingagröfum í skozkum landshlutum, en aftur
á móti mjög sjaldgæfir í Noregi. 1 safninu í Reykjavík eru sjö
eintök og eru sum með fallegu skrautverki á hausnum og hringn-
um, og upp frá oddinum á próninum, sbr. 2. og 3. m. á I.
myndbl. Þessir prjónar beina huganum helzt að viðskiftasambandi
við Suðureyjar og Vestur-Skotland. I sömu átt bendir armbaugur sá
úr gagati, er getið var áður, sjá 4. m. á I. myndbl., þar eð skraut-
gripir úr þessu efni (af norðurbi'ezkum uppruna) hafa oft fundizt
1 norskum víkingagröfum á Skotlandi, og fáeinir raunar einnig vest-
.anfjalls í Noregi.