Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Síða 8
12
Fremur kann það, ef til vill, að vera af hendingu einni, að
fundizt hefur á íslandi, smágripur einn, einstakur í sinni röð og
merkilegur, sem menn skyldu ætla, að benti til Frakklands á tímum
Karlunga. Það er stór perla úr agati, ílöng, ferstrend, og eru slípuð
á alla vegu á henni mjög upphleypt blóm, sjá 5. m. á I. myndblaði.
Hún heyrir til ágætu steinasörvi með allt að því 40 perlum, er sumar
eru úr gleri, nokkurar með marglitu skrautverki, aðrar úr berg-
kristalli og rafi, en hún er höfuðperlan í sörvinu; það er í Kornsár-
fundinum. Jeg hefi aldrei sjeð neitt, sem líktist henni verulega, en
gæti bezt trúað, að hún hefði í öndverðu verið á kaþólsku talnabandi,
og álít, að hún sje að líkindum frá tíð Karlunganna. Annars eru
perlurnar, sem fundizt hafa á íslandi, og af þeim hefir fundizt mjög
mikið, af hinum venjulegu, útgengilegu tegundum, sem gengu kaup-
um og sölum um öll Norðurlönd.
Aðrir gripir gefa til kynna viðskifti, sem beinzt hafa í allt aðra
átt. Er þar fyrst að minnast á sex döggskó af sverðslíðrum, alla úr
bronzi; stendur sú tala ekki í eðlilegu hlutfalli við víkingaaldarsverð
þau, sem kunn eru á íslandi; þau eru mjög fá;7) og þessi tala á
fundnum döggskóm þar er jafnframt í kynlegustu mótsögn við
hlutfallið í Noregi; þar hafa fundizt að eins 5 döggskór, svo vitað
sje,8) en meira en fimmtán hundruð sverða.0) Með því að hafa þetta
skraut á sverðslíðrunum, hafa íslendingar fylgt tízku, sem var, að
kalla, óþekkt í Noregi og hlýtur að hafa komizt á fyrir áhrif úr
annari átt.
Á döggskónum, sem fundizt hafa á íslandi, gætir ferns konar
skrautverks.
Á 6. m. á I. myndbl. sjest döggskór með gagnskornu verki, fugls-
mynd, og er sjeð ofan-að, með útbreiddum vængjum; hún er eins og
516. m. í bók Ryghs og er af eina döggskónum, er fundizt hefir á
íslandi með þess konar skrautverki.
Döggskórinn, sem sýndur var á 1. m. á II. myndbl. er með
bandlagaðri dýrsmynd, og sjer á aðra hlið þess (fætur eru báðir
úti við röndina hægra megin), nema á hausnum, hann sjest beint
ofan-að og myndar þann oddinn, er upp snýr á döggskónum. Orms-
mynd er brugðin í myndina af dýrinu, snýr hausinn ormsins upp
vinstra megin og gengur inn yfir brjóstið á dýrinu. Þessi döggskór er
á sverðinu fagra frá Hafur-Bjarnar-stöðum. Auk hans á safnið ann-
an alveg eins, sem ekki hefur varðveizt eins óskemmdur, og er hjer
ekki mynd af honum.10) Þriðji döggskórinn í þessum flokk, sjá 2.
m. á II. myndbl., er með sams konar myndum, og þó dálítið frá-
brugðnum að lögun, og hann er miklu einfaldari að gerðinni til; er