Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Síða 9
13
samt ekki um það að villast, að hann byggist á þeim, sem sýndur
er á 1. m., — fyrirkomulagið allt á honum.
Hvor-tveggja þessi gerð er að öllu leyti með svip Jalangursstíls-
ins, en hinni þriðju, sem sýnd er á 3. m. á II. myndbl., verður að skipa
í deild með einkennum Borróstílsins, og þó með nokkrum keim af Ásu-
bergsstílnum yngri. Miðbikið í skautverkinu er dýrshöfuð, sem
sjer beint framan-í, en skrokkur dýrsins er breiddur út til beggja
hliða eins og skrautverk. Þessi döggskór er að gerð sinni mjög áþekk-
ur sumum gotlenzkum smíðisgripum, en vart mun þekkjast nokkur
annar, er sje alveg eins.
Loks er döggskórinn, sem 1. m. á III. myndbl. sýnir; hann er
skreyttur standandi mannsmynd, og sjer framan-á. Myndin er jafn-
viðvaningsleg, bæði að því leyti, hvernig hún er dregin upp og hvernig
hún er unnin, og alveg ábyggilega frumleg, íslenzk smíð; kann að
hafa stuðzt nokkuð við þá gerð, er getið var hjer næst á undan, sjá
3. m. á II. myndbl.
Tilsvarandi döggskór frá víkingaöldinni koma annars yfirleitt
helzt fyrir í hinum sænsk-baltizku löndum. Heil röð er til af þeim á
Gotlandi, og einn er til frá hverju landanna, Skáni, Suðurmanna-
landi og Vestra-Gautlandi, tveir frá Bjarkey, og þar fannst einnig
steypumót fyrir þess konar döggskó. Jafn-iðulega finnast þeir í
sænsku nýlendunum austur-um lönd, við Eystrasalt og á Rússlandi.
T. J. Arne, fornfræðingurinn sænski, hefir sýnt fram á, að Svíar
hafi tekið þessa skreyting á sverðslíðrunum eftir fyrirmyndum frá
Miklagarði eða Austurlöndum, sennilega helzt fyrir austurlenzk á-
hrif, eftir þeim gögnum að dæma, sem eru fyrir hendi11). Jeg þekki
engan slíkan döggskó frá Danmörku, en aftur á móti einn, sem
íundizt hefur í borginni Jórvík á Englandi.
Hvergi koma þessir döggskór fram sem svo glöggt fyrirbrigði
í menningunni, eins og þeir eru það á íslandi, nema í sænskum lönd-
um við Eystrasalt og á Rússlandi. Verður það ekki skýrt á annan
hátt, en að íslendingar hafi þegar á fyrsta tímabili sögu sinnar
brotið sjer braut til sjálfstæðra menningar-viðskipta og -sambanda
fram-hjá Noregi, að þeir hafi þegar svo snemma á öldum verið ekki
einungis útfluttir Norðmenn, heldur komnir áleiðis á sinni eigin
braut sem sjerstök þjóð út af fyrir sig. Það má svo virðast, sem
döggskór af sverðslíðrum sje heldur lítils háttar atriði, en vjer höf-
um leyfi til að taka svo mikið tillit til þeirra, vegna þess, hversu fáir
íorngripir hafa varðveitzt á íslandi frá víkingaöldinni, og það því
fremur þar sem hjer er ekki að eins að ræða um innflutta, tilbúna
hluti, heldur einnig um nokkra frumlega, íslenzka hluti úr bronzi,
L