Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Qupperneq 12
16
un, sem er einkennandi fyrir hinn síðari Jalangurstíl og Hringaríkis-
stílJ8) Hin myndin er skorin út úr beini og tilheyrir hinum auðuga
fornleifafundi frá Baldursheimi í Mývatnssveit; sjá 3. m. á III.
myndbl. Hún sýnir mann, er situr flötum beinum á skífumyndaðri
stjett, en að öðru leyti í sömu stellingum og hinn, grípur báðum
höndum í klofið hökuskeggið. Gizkað hefir verið á, að hann hafi til-
heyrt, sem „hnefi“, hnefatafli, þar eð í þessum fundi voru 24 tafl-
töflur og 1 teningur. Svo einföld skýring er ekki sannfærandi, þeg-
ar þessi mynd er borin saman við hina fyrri, bronzimyndina. Jafn-
einkennilegir og einstaklega sjaldgæfir hlutir, sem þessir, hljóta að
hafa verið gerðir í einhverjum sérstökum tilgangi. Manni koma ó-
sjálfrátt til hugar upplýsingar, sem vjer höfum í fornritunum um
litlar goðamyndir, er menn gátu borið í pússi sínum og haft jafnan
með sjer. Hallfreður vandræðaskáld hefði þess konar smámynd, sem
hann blótaði á laun. Landnámsmaðurinn Ingimundur gamli hafði
litla Freys-mynd úr silfri. Einar skálaglam hlaut að gjöf af Hákoni
jarli tvær litlar mannamyndir; var önnur úr gulli, en hin úr silfri.
Vjer verðum víst að telja þessi íslenzku líkneski til slíkra mynda,
enda sanna þau þá einnig sögurnar í merkilegu atriði19).
Að öðru leyti hef jeg ekki í þessum athugunum mínum hreyft
við afstöðu fornleifanna til fornritanna. Aðstaða Islands er þar öld-
ungis sjerstök; frá allri 10. öld þekkjum vjer nöfn manna og ættir
svo að segja frá hverjum bæ á landinu, og það er að sjálfsögðu heill-
andi að setja grafimar í samband við þessa nafngetnu, sannsögu-
legu menn. En það er óþarft af framandi manni að snerta við þeirri
hlið málsins, sem íslenzkir fornfræðingar hafa fengizt við af full-
kominni þekkingu og með þeim árangri, sem að sjálfsögðu verður
að meta ákaflega mikils frá fornfræðislegu sjónarmiði sjeð einnig.
Þegar foraminjar og fundnir gripir verða settir í sögulegt samband
við menn, sem vjer þekkjum að nafni, störfum og stöðu, þá er sem
einnig sje vaktar upp fyrir sjónum vorum til nýs lífs hinar líkamlegu
menningarminjar á Islandi frá víkingaöldinni.