Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Page 21
21
prestinn, — og eins bendir það, að flest handritin nota orðið »kirkju-
bær« á þessum stað, til hins sama. Orðið kirkjubœr er oft notað í
Grágás1), og ávalt svo, að það merkir kirkjustað, nema aðeins i hin-
uin frábrugðna leshætti Arnarbælisbókar2), sem áður var getið. í
sömu merkingu er og orð þetta notað annarsstaðar í fornu máli.
Þegar sagt er, að »kirkjubær« væri á Grund í Svarfaðardal3), þá er
átt við, að þar væri þá kirkja, og í Kirknatali Páls biskups er orðið
notað í þessari merkingu4) og er það eitt með öðru vottur þess, að
sú skrá sé forn, því eigi er kunnugt um, að orðið hafi verið notað
þannig á miðöldum.
Orðið kirkjuból hefir þannig í fornu máli merkt jörð, sem kirkja
er á, kirkjustað. í sömu merkingu notar Grágás einnig á ýmsum
stöðum orðið kirkjubólsstaður5 *).
En kirkjuból sýnist einnig hafa verið haft i annari merkingu.
Grímur Thorkelin hefir þýtt það með »villa ecclesiastica« þ. e. kirkju-
jörð, jörð sem er kirkjueign, í hinu fyrra af ákvæðum þeim, sem til-
færð voru hér að framan0), og á sömu leið hefir Andreas Heusler
skilið það í hinni þýsku Grágásarþýðingu sinni, og þýtt það með orð-
inu »Kirchengut«7). Aftur á móti hafa þeir Fritzner og Vilhjálmur
Finsen talið það merkja kirkjustað, einnig í því ákvæðí8). Það virðist
ekki geta leikið vafi á því, að þýðing þeirra Gríms Thorkelins og
Heuslers sé réttari. í ákvæði þessu er verið að ræða um ábyrgð á-
búanda jarðar gagnvart kirkjunni á ábýli sínu. Þá ábyrgð gat því
aðeins verið um að tala, að kirkjan ætti jörðina, en ef svo var, þá
hvildi þessi ábyrgð á ábúandanum, hvort sem kirkja var á bænum
eða eigi. Orðið kirkjuland er haft í ákvæði þessu í sömu merk-
ingu og kirkjuból, í Skálholtsbók jafnvel í stað kirkjubóls. Að visu
er þetta orð notað á nokkrum stöðum í Kristinrétti Grágásar, þar
sem önnur handrit hafa orðið kirkjubær9), en það virðist þó nánast
hafa þýtt jörð, sem er kirkjueign, og kemur fyrir annarsstaðar i þeirri
merkingu. Þannig segir í elzta máldaga Hjörseyjarkirkju: »Bonde
sa er byr j hiorseyiu scal heima hafa tiund sina oc hiona sinna allra
oc sva þess mans er byr a kirkio lande«10). Hér er greint skýrt á
1) Grg. I. a. 4, 9, 14, 163, 17, I. b. 210, 211, II. 2, 10, 16 184. 532, III. 2, 8,
14, 16, 178, 422, 49, 50, 56, 61, 65. 66, 67, 892, 98, 103, 108, 110, lll2, 140 149,
153, 158, 160, 1611882, 194, 198, 203, 204, 2052, 2282, 232, 237, 242, 2443, 2702,
279, 284, 285, 2862, 294, 313, 315, 316’, 317, 362, 363, 3732, 503. 2) Grg. III. 161.
3) Valla-Ljóts.s. c. 3. 4) Dipl. isl. XII, bls. 5 og 6. 5) Grg. I. a. 17, II. 18, 19,
III- 18, 67, 110, 111, 160, 205, 243, 245, 286. 6) Jus eccl. vetus bls. 171. 7) Ger-
manenrechte IX. bls. 439. 8) Fritzner v. kirkjuból, Finsen í Grg. III. bls. 628.
9) Grg. I. a. 16, III, 17, 66, 110, 1602, 204, 244. 10) Dipl. isl. I. nr. 79.