Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Page 22
22
milli sjálfs kirkjustaðarins, Hjörseyjar, annars vegar, og kirkjulands-
ins hinsvegar, en það hlýtur að vera jörðin Seljar, sem þá var eina
fasteignin, sem Hjörseyjarkirkja átti. Hér merkir »kirkjuland« því
vafalaust jörð, sem er kirkjueign.
Orðið kirkjuból hefir þannig haft tvennskonar merkingu í íslenzku
máli að fornu. Það hefir merkt jörð, sem er eign kirkju, og það hef-
ir merkt jörð, sem kirkja er á. Þessa tvöföldu merkingu hefir Guð-
brandur Vigfússon líka lagt í orðið, er hann þýddi það: a church
estate, an estate on which a church is built1).
Nafnorðið kirkjuból finnst einnig bæði í forn-norsku og forn-
sænsku máli. Fritzner telur það merkja jörð, sem kirkja er á (Gaard
paa hvilken der staar Kirke = kirkjubær), í hinum norsku heimildum.2)
í forn-sænsku er kirkio- (kyrkiu-) bol talið merkja ábýlisjörð prests
(prastgárd3).
Sem bæjarnafn sýnist orðið hinsvegar aðeins hafa verið notað
á íslandi. Það þekkist hvorki frá Noregi, Færeyjum, Hjaltlandi, Orkn-
eyjum, Mön eða Grænlandi. Að vísu er nefnt Kirkjuból í Jarðabók
Eysteins biskups (Rauðu bókinni4), en Rygh hefir litið svo á, að orðið
væri samnafn á þeim stað, en ekki bæjarnafn, því hann hefir
ekki tekið þetta nafn upp í rit sitt, Norske Gaardnavne. Orðið Kirkju-
bólsstaður kemur heldur eigi fyrir sem bæjarnafn i Noregi. Á íslandi
kemur það aðeins einu sinni fyrir með þeim hætti, að það gæti verið
bæjarnafn, sbr. það sem síðar verður sagt um Kirkjuból á Akranesi.
Hinsvegar hefir það verið notað sem bæjarnafn í Vesturlöndum,
bæði á Hjaltlandi (Kirkabister5) og í Orkneyjum (Kirbister), og Chr.
Matras hefir getíð þess til, að byggðin á Kirkju i Fugley í Færeyjum
hafi að fornu heitið Kirkjubólsstaður6).
Þessar 26 jarðir, sem heitið hafa Kirkjuból hér á landi, hafa eigi
getað fengið það nafn fyr en eftir að kristni var komin í landið, eða
m. ö. o. í fyrsta lagi tveimur mannsöldrum eftir að landnámsöldinni
var lokið. Þær þeirra, sem byggðar kunna að hafa verið, áður en
landið varð kristið, hljóta að hafa borið annað nafn, áður en þær
fengu nafnið Kirkjuból. Hér er því um nafngjöf að ræða, sem ekki
stendur í sambandi við hið fyrsta landnám, enda er þetta nafn, eins
og áður var getið, sérstaklega íslenzkt. Það virðist því geta verið
fróðlegt, að athuga þessi nöfn nokkru nánar, og mun ég þá fyrst
draga saman nokkrar upplýsingar um hverja einstaka af jörðum þess-
1) Cleasby-Vigfússon: Dict. v. kirkjuból. 2) Fritzner: Ordb. v. kirkjuból.
3) Schlyter: Ordb. till Saml. af Sweriges gamla Lagar; Söderwall: Ordb. öfver
svenska Medeltidspráket, 4) Biskop Eysteins Jordeb. bls. 363. 5) Jak. Jakobsen
í Aarb. f. nord. Oldk. og Hist. 1901 bis. 80. 6) Aarb. 1932 bls. 15.