Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Side 25
25
vegar var þar kirkja, og virðist ekki vafi geta leikið á þvi, að jörðin
hafi dregið nafn sitt af kirkjunni.
3. Kirkjuból á Akranesi. Býli þetta, sem enn er byggt, er í
Innra-Hólmshverfinu. Þar eru nokkur býli í einni torfu, þar á meðal
kirkjustaðurinn Innri-Hólmur, Kirkjuból og Tyrfingsstaðir. Sumar yngri
jarðabækur telja Kírkjuból vera hjáleigu frá Innra-Hólmi1), en hitt
mun vera réttara, að jörðin hefir verið lögbýli frá fornu fari2). En allt
mun hverfi þetta hafa byggzt við skiptingu einnar jarðar, sem verið
hefir þarna i fyrstu. Sú skipting hefir með vissu verið það á veg
komin á 13. öld, að þá hafa bæði Kirkjuból og Tyrfingsstaðir verið
byggðir, auk Innra-Hólms. Sést þetta af hinum elzta máldaga Innra-Hólms
kirkju, sem talinn er vera frá dögum Magnúsar biskups Qissurarsonar,.
og segir, að kirkjan eigi bæði Kirkjuból og Tyrfingsstaði3). Hinsvegar átti
kirkjan ekkert í sjálfu heimalandinu og virðist þetta geta bent til þess,.
að þessar jarðir séu báðar hlutar úr Hólmslandi, sem frá hefir verið
skipt og gefnir kirkjunni.
Kirkuból á Akranesi var því kirkjueign, og jörðin kann hafa feng-
ið þetta nafn af þeim sökum. Það er í öllu falli mjög ólíklegt, að
nafnið sé dregið af bænhúsi eða hálfkirkju, sem þar hafi verið eftir
að alkirkjan var komin á Innra-Hólmi. Þetta er ólíklegt af því, að
bæirnir standa í sama túninu, og þótt hálfkirkjur væru víða hér á
landi, þá þekki ég þess engin dæmi, að þær hafi verið svo nærri
alkirkjunni, en þó svo hefði verið, að hálfkirkja hefði verið á Kirkju-
bóli, þá er ósennilegt, að það hefði ráðið nafni bæjarins, þar sem
alkirkjan var svona skamt frá. Ef nafn jarðarinnar er dregið af því,
að kirkja hefir verið þar, þá virðist það aðeins hafa getað verið með
þeim hætti að Innra-Hólmskirkja hafi í fyrstu staðið á Kirkjubóli, en
síðar verið flutt heim að Innra-Hólmsbænum. Nú vill svo vel til, að
sagnir eru til um hina fyrstu byggð og hina fyrstu kirkju á Innra-
Hólmi og þær sagnir veita, ef til vill, litilsháttar líkur fyrir því, að
þessu hafi verið þannig varið.
Þessar sagnir eru í Landnámu, bæði í Sturlubók og Hauksbók4),.
og ennfremur í Ólafs sögu Tryggvasonar5). Sturlubók og Hauksbók
greinir allmikið á í frásögn þessari, en Ólafssaga fylgir Sturlubók í
fyrri hluta frásagnarinnar, þ. e. um útkomu Ásólfs hins kristna og
dvöl hans hér á landi, en hefir sjálfstæða sögn um drauma þá, er
hann vitraðist í síðan, og tildrög þess, að kirkja var byggð á Hólmi.
1) J. Johnsen: Jarðatal á ísl. bls. 107. 2) Jarðab. Á. M. og P. V. IV. bls-
53. 3) Dipl. isl. I. nr. 112. 4) Landnáma (útg. 1900) bls. 13—14, 137. Þórðarbók
er samhljóða Hauksbók í þessari frásögn. 5) Fornm.s. I. bls. 252—254.