Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Side 26
26
Öllum sögnunum ber saman um það, að Ásólfur hafi verið kristinn,
er hann kom út, að hann hafi fyrst sezt að undir Eyjafjöllum, en
orðið að hverfa þaðan vegna ofríkis héraðsmanna og flutt sig þá
vestur á Akranes. Úr þvi greinir sagnirnar á. Hauksbók segir, að hann
hafi gert bú »at Hólmi á Kirkjubólstað«l), og telur ætt frá honum, en
getur þess, að hann hafi gerzt einsetumaður í elli sinni, »þar var kofi
hans, sem nú er kirkjan, þar andaðisk hann ok var þar grafinn at
Hólmi«. Sturlubók og Ólafssaga geta þess aftur á móti ekki, að hann
hafi átt neina afkomendur. Af frásögn þeirra er svo að sjá, að Jör-
undur frændi hans í Görðum hafi látið gera honum hús að Hólmi,
strax er hann kom að austan, og hann hafi þá þegar gerzt einsetumað-
ur og verið það til æfiloka. Samkvæmt þessum heimildum báðum var
kirkjan á Hólmi byggð þar sem leiði hans hafði verið. Hauksbók og
Ólafssaga segja síðan, hver með sínu móti, frá draumum þeim, er
leiddu til þess, að Halldór Illugason lét gera kirkju á Hólmi. Sam-
kvæmt Hauksbók á kirkjan að hafa verið byggð nokkrum árum eftir að
Hróðólfur biskup fór úr Bæ í Bæjarsveit, eða með öðrum orðum um
1050. Það er ef til vill efasamt, hvort sonur Illuga rauða hafi enn
getað verið á lífi svo seint, og ef Halldór hefir látið gera kirkjuna,
eins og þessum heimildum kemur saman um, þá væri líklegra, að
það hafi gerzt nokkru fyr, en hvort sem er, þá hefir þessi kirkja
Halldórs að líkindum verið fyrsta kirkjan á Hólmi.
Þessum þremur heimildum ber þannig öllum saman um það, að Ásólf-
ur hafi verið einsetumaður og búið í kofa (húsi) út af fyrir sig. Hafi
bær verið kominn á Hólmi meðan hann var þar einsetumaður, hefir
kofi hans væntanlega eigi verið heima við bæinn heldur nokkuð frá
honum. Tvær af heimildunum segja, að kirkjan, sem síðar var byggð
á Hólmi, hafi staðið þar, sem leiði hans var, hin þriðja, að hún hafi
staðið þar, sem kofi hans hafði verið. Hér þarf ekki neitt ósamræmi
að vera í frásögnunum, því vel má vera, að Ásólfur hafi verið greftr-
aður í kofa sínum eða rétt við hann. En hvor frásögnin sem réttari
er, þá benda þær báðar til þess, að kirkja Halldórs Illugasonar hafi
ekki verið byggð heima við bæinn. Kofi Ásólfs hefir, eins og sagt
var, verið nokkuð frá bænum, og hann hefir heldur eigi verið greftr-
aður heima við bæ. Til hins sama bendir það, að Hauksbók segir, að
leiðið hafi verið á fjósgötu, og Ólafssaga, að það hafi verið á leið
til stöðuls. Þessar líkur benda allar til þess, að hin fyrsta kirkja á
1) Efamál er, hvort telja á þetta orð vera staðarnafn eða samnafn.
Finnur Jónsson hefir hallast að hinu fyrra, Ldn. (útg. 1900) bls. 14., (útg. 1925)
bls. 35 n. m.; Jón Sigurðsson, ísl. sög. I. bls. 50 n. m. og Vald. Ásmundsson
Ldn. (útg. 1891) bls. 42, að hinu síðara.