Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Blaðsíða 27
27
Hólmi hafi staðið í nokkrum fjarska við bæinn, og var sú til-
högun ekki óvenjuleg á þeim tímum, samanber hið alkunna dæmi,
að Mosfellskirkja i Mosfellssveit stóð i fyrstu á Hrísbrú1). Hjá
kirkjunni kynni svo síðar að hafa verið byggður bær og verið kend-
ur við kirkjuna og nefndur Kirkjuból. Til þessa gæti það svo bent,
að Hauksbók segir, að Ásólfur hafi búið á Kirkjubólsstað. Til grund-
vallar því kann að hafa legið minningin um það, að Ásólfur hafi
búið einmitt þar, sem kirkjan var, á bænum Kirkjubóli. Seinna hefir
kirkjan svo verið flutt heim að bænum á Hólmi.
Séu þessar tilgátur réttar, og verður síðar nánar að þeim vikið,
hefir þetta Kirkjuból eigi dregið nafn sitt af því, að jörðin var kirkju-
eign, heldur af því, að þar var áður kirkja.
4. Kirkjuból i Hvitársíðu. Jörðin er enn byggð með þessu
nafni. Stendur bærinn út af fyrir sig, og eru fullkomnar bæjarleiðir
milli hans og næstu bæja til beggja handa í Síðunni, Hvamms að
utan (um 3 km.) og Bjarnastaða að innan (um 2 km.). Jarðar þess-
arar finnst eigi getið fyr en 1499. Það ár seldi síra Þórður Jónsson,
sem þá hélt staðinn á Gilsbakka, Gilsbakkakirkju »jordena alla kirkiu-
bol er liggur j Gilsbacka kirkiusokn«2). Jörðin verður þannig eigi
kirkjueign fyr en við þetta tækifæri, og er bersýnilegt, að hún er þá
áður búin að fá nafnið Kirkjuból. Það nafn hefur hún því ekki getað
fengið af því, að hún væri kirkjueign, heldur hlýtur það að vera
dregið af því, að þar hefir verið kirkja. En um þá kirkju er hvergi
getið í heimiidunum, og nákunnugur maður, Jóhann Eyjólfsson fyrr-
um alþingismaður, segir mér, að engar sagnir gangi um það nú þar
í sveitinni, að kirkja hafi verið á þessum bæ, og að engin örnefni séu
nú kunn á Kirkjubóli, er til þess bendi.
5. Kfrkjuból i Hellistungum. Hellistungur heita ofarlega í
Norðurárdal, dalurinn austan Norðurár og fyrir norðan Hellisá og
fjalllendið þar austur af. í Hellistungum er nú engin byggð, og hefir
eigi verið svo öldum skiptir, en munnmæli herma, að þar hafi verið
byggð að fornu, og kvað enn sjást til rústa þar á nokkrum stöðum.
Rústir þessar hafa aldrei verið rannsakaðar, og er því óvíst, hvort
þar er um bæjarústir eða seljarústir að ræða, en Hellistungur eru
nú og hafa lengi verið afréttarland Stafholtstungnamanna, Þverhlíð-
inga, Hvítsíðinga og Norðdæla austan Norðurár og Sanddalsár. Um
jörðina Kirkjuból í Hellistungum er fyrst getið í Jarðabók Árna
Magnússonar og Páls Vídalíns, 1708. Þar segir, að Kirkjuból sé forn
eyðijörð í Hellistungum »í þvi plátsi, sem nú er fjárupprekstur brúk-
,)1 Egils s. c. 86. 2) Dipl. isl. VII. nr' 457.