Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Page 29
29
farið, um 5 km. að Bæ, sem er næsti bær að austan, en um 10 km.
að næsta bæ á hinn veginn, Kvígindisfirði. Kirkjuból er í Múlahreppi,
en Gufudalskirkjusókn.
Kirkjuból finnst fyrst nefnt í máldaga Gufudalskirkju, sem Jón
Sigurðsson taldi vera frá því um 12381). Samkvæmt þvi sem í mál-
daga þessum sjálfum stendur, er hann gerður, er Brandur biskup vigði
kirkjuna. Sú kirkjuvígsla telur Jón Sigurðsson að hljóti að hafa átt
sér stað á þeim árum, er Brandur ábóti Jónsson, síðar biskup á Hól-
um, gengdi biskupsstörfum í Skálholti, annaðhvort 1238, eftir dauða
Magnúsar biskups Gissurarsonar, eða á árunum 1250—1254, meðan
Sigvarður biskup var erlendis2). Það er þó vafasamt, hvort óbiskups-
vígður maður hefur getað vígt kirkju hér á landi, þótt hann annars
færi með störf biskups, en Brandur biskup kann að hafa vígt kirkjuna í
umboði Skálholtsbiskups, á árunum 1263—1264, meðan hann sjálfur
var biskup á Hólum. Ef svo væri, mætti af þessu ráða það, að jörð-
in hefði verið búin að fá nafnið Kirkjuból um miðja 13. öld.
En ef til vill benda þó önnur atriði til þess, að máldaginn sé yngri
en frá 13. öld.
Nafn jarðarinnar er að öllum líkindum dregið af því, að kirkja
hefir verið þar á bænum. Að vísu er eigi getið um þá kirkju í heim-
ildunum, fyrr en á dögum Stefáns biskups Jónssonar, 1491—1518.
Frá hans dögum eru til tveir máldagar »bænhússins« á Kirkjubóli í
Kvígindisfirði eða Kirkjubóli í Gufudalsþingum, eins og það er orðað
í öðrum máldaganum3). Aðalefni þessara máldaga er það, að biskup
leyfir, að þar megi vígja saman hjón, skíra börn og leiða konur í
kirkju, en þessar athafnir mátti að jafnaði ekki fremja annarstaðar
en i sjálfri sóknarkirkjunni. Er þetta leyfi byggt á því, að bænhúsið
sé »miog j fiarska vid soknar kirkiuna«, og »saker storra ovega oc
margfalldz haska sem þar hyndrar kirkivsoknar menn«. Bendir þetta
til þess, að bænhúsið sé eldra, þótt þvi séu eigi veitt þessi réttindi
fyr en þá. Þött guðshús þetta sé nefnt aðeins bænhús, er hér er
komið, þá má vel vera, að það hafi fyrrum verið hálfkirkja, eða að
jörðin hafi verið búin að fá nafnið Kirkjuból, áður en festa komst á
þá aðgreiningu á bænhúsum og hálfkirkjum, er síðar var gerð. Kirkja
þessi var enn við líði 1710, og var þá messað þar, er heimafólk fór
til altaris4).
Á hinn bóginn er ekki vitanlegt, að jörð þessi hafi nokkru sinni
verið kirkjueign. Hún hefir ávalt verið bændaeign á síðari öldum,
1) Dipl. isl. I. nr. 135. 2) Dipl. isl. I. bls. 519—521. 3) Dipl. isl. VII. nr.
150—151. 4) Jarðab. Á. M. og P. V. Barðastr.sýsla.