Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Síða 30
30
og um eigendur hennar fyrir siðaskipti er ekkert kunnugt. í mál-
daga Stefáns biskups er talað um, að »sa sem jordina á«, skuli leggja
kúgildi til bænhússins. Bendir þetta til þess, að jörðin hafi þá verið
bændaeign. Árið 1430 gaf Loftur Guttormsson Skúla syni sínum m.
a. wjardernar uestur a nesium kirkiubol. Illugastadi. Bæ on grounes1)*.
Hér gæti verið um Kirkjuból á Bæjarnesi að ræða, og ef svo væri,
þá sýnir bréfið, að jörðin hefir verið bændaeign um þær mundir. En
það er eins líklegt, að þetta sé Kirkjuból á Litlanesi. Séu jarðirnar
taldar i bréfinu í réttri röð, vestan að og inn eftir, þá er þetta Kirkju-
ból á Litlanesi.
7. Kirkjuból á Litlanesi. Litlanes gengur fram milli Kjálka-
fjarðar að vestan, en Kerlingarfjarðar og Mjóafjarðar að austan. Á
nesinu eru aðeins tveir bæir, Litlanes fremst á því og Kirkjuból
austan til, inn með Kerlingarfirði, og er löng bæjarleið á milli þeirra.
Kirkjuból er í Múlahreppi og Múlakirkjusókn.
Kirkjubóls á Litlanesi finnst fyrst getið í ináldaga Múlakirkju um
1363, og er þar talið meðal jarða þeirra, er tíundir liggi af til kirkj-
unnar2). Jarðarinnar er einnig getið í yngri máldögum Múlakirkju3).
Hún var bændaeign, er talin meðal jarða Guðmundar Arasonar á
Reykhólum 14464), og, eins og getið var um hér að framan, er lik-
legt, að Kirkjuból það, sem Loftur Guttormsson gaf Skúla syni sínum
1430, hafi verið þetta Kirkjuból, enda voru sumar hinar jarðirnar,
sem hann hafði gefið Skúla, komnar í eign Guðmundar 1446, svo sem
Illugastaðir. Jörðin hefir því ekki fengið nafn sitt af þvi, að hún væri
kirkjueign, heldur hlýtur það að vera dregið af því, að þar hafi ver-
ið kirkja. Þeirrar kirkju finnst að vísu eigi getið fyrir siðaskipti, en í
máldaga Múlakirkju frá dögum Odds biskups er sagt, að þrjú bæn-
hús séu þar í sókninni og eitt þeirra á Kirkjubóli5). Efalaust hefir
bænhús þetta verið úr kaþólskum sið, þó eldri heimildir geti þess
eigi. Samkvæmt upplýsingum frá Helga þjóðsagnasafnara Guðmunds-
syni hefir tótt í túninu á Kirkjubóli, sem nú hefir fyrir skömmu verið
sléttað yfir, verið nefnd Bænhústótt.
8. Kirkjuból i Kollsvík. Kollsvík er hin nyrzta af víkunum
þremur, sem skerast vestan í syðsta skagann á Vestfjarðakjálkanum,
milli Bjargtanga og Blakkness. Upp af víkinni gengur breiður og
stuttur dalur, og eru þar nokkur býli. Sum þeirra eru nýbýli, en þrjú
af þeim eru þó gömul byggð, Kollsvík, Láganúpur og Grundir. Grundir
eru yngstar af þessum býlum, og voru þær í fyrstu hjáleiga frá Lága-
1) Dipl. isl. IV. nr. 446. 2) Dipl. isl. III. nr. 163. 3) Dipl. isl. IV. bls. 152
(Vilkinsmáld.), V. nr. 531 (um 1470). 4) Dipl. isl. IV. bls 691. 5) J. Sig. 143
4'o. bls. 319.