Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Side 32
32
kirkju 13541). Kirkjuból er talið meðal jarða Guðmundar Arasonar á
Reykhólum 14462), og 1467 er það talið meðal eigna Björns hirð-
stjóra Þorleifssonar3). Jörðin var þannig bændaeign um þessar mund-
ir, og mun jafnan hafa verið það. Nafnið ætti því að vera dregið af
því, að þar hafi verið kirkja. Þeirrar kirkju finnst að vísu hvergi
getið í heimildum úr kaþólskum sið, en munnmæli frá síðari öldum,
örnefni og rústir benda til, að þar hafi verið kirkja. í Jarðabók Árna
Magnússonar og Páls Vídalíns (1710) er þess getið, að sagt sé, að
þar hafi verið bænhús að fornu, og að litlar girðingar, sem líkar
virðist kirkjugarðsleifum, sjáist þar í túninu. Þeir sira Einar Gíslason
og síra Benedikt Þórðarson geta báðir munnmæla um, að bænhús
hafi verið á Kirkjubóli, í lýsingum sínum á Selárdalssókn, 1851 og
1873. Helgi Guðmundsson þjóðsagnasafnari segir, í skrá yfir örnefni
á Dalahreppi, er hann ritaði 19354), að utanmegin við bæjarhólinn á
Kirkjubóli hafi mótað fyrir tótt, sem kölluð hafi verið Bænhústótt, en
hún sjáist nú ekki lengur, og að þar hjá sjáist garðmót, sem kallað
sé Kirkjugarður.
10. Kirkjuból í Feitsdal. Einn af Arnarfjarðardölum er nú á
tímum nefndur Bakkadalur, eftir bænum Bakka, sem stendur neðst og
yzt í dalnum. í Bakkadal eru nokkur býli, og er eitt þeirra nú jafn-
an nefnt Feigsdalur. Er það afbökun úr Feitsdalur, en því nafni var
jörðin nefnd á 17. og fram á 18. öld5). Feitsdalur var stærsta jörðin
í dalnum, 30c að fornu mati. Þessu sama nafni hefir dalurinn sjálfur
verið nefndur að fornu. Sést það ljóslega af Rafns sögu Sveinbjarnar-
sonar, þar sem segir frá slysinu, er Markús, bróðir Rafns, fórst í snjó-
flóði. Er sagt, að sá atburður hafi orðið þar »sem heitir Feitzdalr0).
Er augljóst af frásögninni, að þetta er heiti á dalnum, en ekki bænum.
Ennfremur er í bréfi frá 1465 talað um jörðina Hól í Feitsdal7), en
Hóll heitir enn í dag einn af bæjunum í Bakkadalnum. Feitsdalur er
að líkindum hið upphaflega nafn bæjarins, en kemur þó ekki, að því
er mér er kunnugt, lyrir í heimildunum sem nafn á jörðinni, fyr en
á 17. öld. Aftur á móti er á nokkrum stöðum getið um Kirkjuból í
Feitsdal8) eða Kirkjuból er liggur í Feitsdal9). Af síðastnefnda bréfinu
má sjá, að Kirkjuból i Feitsdal hefir verið 30c að dýrleika, haft sama
dýrleika og jörðin Feitsdalur. í bréfi frá 1517 er talað um Kirkjuból
1) Dipl. isl. III. nr. 55 sbr. IV. bls. 148 (Vilkinsináld.). 2) Dipl. isl. IV. bls.
€92. 3) Dipl. isl. V. bls. 502. 4) í handritas. Fornl.fél. 5) Sbr. Árb. Fornl.fél.
1923 bls. 50. 6) Bisk.s. I. bls. 640. 7) Dipl. isl. VI. nr. 61. 8) Dipl. isl. III. nr.
579 (1405), V. bls. 216 (1460) sbr. XI. nr. 17 (eitt handr. hefir Kb. í Hrisdal, sem
eflaust er ritvilla), V. bls. 502(1467). 9) Dipl. isl. VI. nr. 140 (1478).