Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Qupperneq 34
34
hlýtur að vera átt við Kirkjuból í Mosdal, því ekki er kunnugt ura,
að neitt annað Kirkjuból hafi verið þar í sókninni, og sýnir þetta
ákvæði máldagans, að kirkjupresturinn á Rafnseyri hefir átt að syngja
á Kirkjubóli. Þar hefir m. ö. o. verið kirkja. Prestur hefir orðið að
fara þangað sjóveg yfir fjörðinn, og er kirkjubóndanum á Rafnseyri
veitt sú ívilnun í máldaganum, að hann er ekki skyldur að flytja
prestinn þangað, frekar en honum sýnist, en getur krafizt þess, að
Kirkjubólsmenn sæki hann sjálfir. Kirkja þessi hefir verið við líði
fram til siðaskipta eða lengur, því í Jarðabók Árna Magnússonar og'
Páls Vídalíns segir um Kirkjuból í Mosdal: »HáIfkirkja eður bæn-
hús hefir hér áður verið, og stendur þar nú skemma, sem bænhús
er kölluð, en ekki hafa hér tíðir veittar verið í manna ininnum.«
12. Kirkjuból í Arnarbýlisdal. Arnarbýlisdalur, sem nú er
nefndur Kirkjubólsdalur, er sunnanmegin Dýrafjarðar. Þrjár jarðir eru
i dalnum, og er Kirkjuból stærst þeirra, 24c að fornu mati. Kirkju-
bóls er getið fyrst 1446, og var það þá ein af jörðum Guðmundar
Arasonar1). Þegar þess síðar finnst getið, fyrir siðaskipti, var það enn
bændaeign2). Nafn sitt virðist jörðin því hljóta að hafa fengið af því,
að kirkja hefir verið þar, en ég hefi eigi getað fundið neitt annað,.
sem styrki það.
13. Kirkjuból í Valþjófsdal. Valþjófsdalur er sunnan Önundar-
fjarðar, allstór dalur, og eru þar nokkur býli. Kirkjuból er stærst af
jörðunum í dalnum, 48c að fornu mati. Jörðin mun ávalt hafa verið
bændaeign. Valþjófsdalur finnst fyrst nefndur á 13. öld, en þá með
þeim hætti, að eigi verður séð, hvort átt sé við dalinn sjálfan eða.
ákveðið býli í dalnum3). En fyrst þegar jarðarinnar er getið með vissu,
er hún nefnd Valþjófsdalur4), og því nafni er hún stundum nefnd
síðar, eftir að þó öðrum þræði er farið að nefna hana Kirkjuból5), eða
hún er nefnd Dalur í Valþjófsdal6) og kirkjan þar Dalskirkja7). Kirkju-
bólsnafnið á jörðinni hefi ég fyrst fundið í bréfi frá 14288) og því
næst 14589), en eftir það er hún oftast nefnd Kirkjuból. Um kirkju
á Kirkjubóli finnst nú geíið fyrst 146810), eða 40 árum síðar en jörð-
in fyrst sést nefnd Kirkjuból. í þessu bréfi frá 1468 kvittar Sveinn
biskup í Skálholti Halldór Hákonarson, er þá átti Kirkjuból, um
greiðslu á 5C til Holtskirkju »j aflausn fyrr greindrar halfkirkiu jardar
1) Dipl. isl. IV. bls. 688. 2) Dipl. isl. V. bls. 502 (1467), IX. nr. 462 (1530),
X. nr. 114 (1538). 3) Sturl. I. bls. 323, II. bls. 181; Bisk.s. I. bls. 670. 4) Dipl.
isl. IV. nr. 339 (1420). 5) Dipl. isl. X. nr. 114 (1538), XII. bls. 296 (um 1550),
Máld.bók Gísla bisk. Jónss. (um 1575). 6) Dipl. isl. IX. nr. 462 (1530). 7) Dipl.
isl. VI. nr. 557 (1488), VII. nr, 330 (1495). 8) Dipl. isl. IV. nr. 402. 9) Dipl. isl.
V. nr. 148. 10) Dipl. isl. V. nr. 463, sbr. ennfremur V. nr. 471 (1468), nr. 476 (1469).