Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Side 35
35
kirkiubols«. Segist biskup hafa skipað Halldóri að lúka Holtskirkju
þessi 5C »þui ad vær hofum skipad halfkirkiuskylld <1 jordu fyrr
greindz Halldorz sa kirkiuboli j valþiofsdal . . . þui oss list þar ecki
meiri peningar til eiga ad koma«. Þessi ummæli kynnu að þykja
benda til þess, að hálfkirkja hefði ekki verið á Kirkjubóli fyr en eftir
að Sveinn biskup var sestur að stóli, 1466, en sú ályktun er engan
veginn ótvíræð. Gjaldið til Holtskirkju sýndist nánast hafa átt að
koma í stað þess réttar ábúandans á Kirkjubóli, að mega taka heima
tíundir sínar og heimamanna sinna, þ. e. láta þær ganga til hálf-
kirkjunnar, sbr. orðið »aflausn«, sem biskup hefir um þetta gjald og
orðin »því oss lýst þar ekki meiri peningar til eiga að koma«. Þegar hálf-
kirkjum var veittur slíkur réttur, hafði það í för með sér tekjumissi
fyrir sóknarkirkjuna, og eru þess ýms dæmi, að eiganda hálfkirkju-
jarðarinnar var þá gert að skyldu, að greiða einhverja fjárhæð til
sóknarkirkjunnar, sem uppbót fyrir tekjumissinn. Þessa réttar, til
að taka tíundir heima, nutu hvergi nærri allar hálfkirkjur, og skipun
Sveins biskups þarf ekki að hafa falið í sér annað en þetta, að veita
hálfkirkjunni á Kirkjubóli, sem ef til vill hafði verið þar um lang-
an aldur, þennan aukna rétt, en til þess, að kirkja hafi verið þar fyr,
bendir það eindregið, að jörðin var nefnd Kirkjuból 40 árum áður en
þetta gerðist. Það er augljóst, að Halldór Hákonarson hefir lagt mikla
stund á að efla kirkju sína. Tveimur árum seinna, 1470, fékk hann
því áorkað, að Sveinn biskup gerði kirkjuna að alkirkju1). Hefir
síðan verið sóknarkirkja á Kirkjubóli fram á þennan dag.
Um nafn þessarar jarðar virðist gegna líku máli og um Feitsdal.
Hún hefir í fyrstu heitið Valþjófsdalur eins og dalurinn, sem hún lá
í. En hér festist Kirkjubólsnafnið við jörðina fyrir fullt og allt.
14. Kirkjuból í Bjarnadal. Bjarnadalur gengur inn af Önund-
arfirði til suðurs. Fjórir bæir eru í dalnum, og er Kirkjuból innst þeirra.
Þessi býli eru öll gömul byggð. Kirkjuból finnst nú fyrst nefnt í
Vilkinsmáldaga Holtskirkju2), var það þá ein af jörðum kirkjunnar.
En það hefir þá verið orðið það fyrir skömmu, því ekki er það nefnt
i öðrum máldaga kirkjunnar, sem talinn er vera frá því um 13773).
Nafnið hefur jörðin því getað fengið af því, að hún var kirkjueign.
Tvennt mælir þó á móti því. Annað er það, að jörðin verður ekki
kirkjueign fyr en seint á 14. öld, og hefir sennilega verið búin að
fá þetta nafn áður. Hitt er það, að í Jarðabók Árna Magnússonar og
Páls Vídalíns er sagt, að bænhús hafi verið á þessum bæ, og að
1) Dipl. isl. V. nr. 518. 2) Dipl. isl. IV. bls 141. 3) Dipl. isl. III. nr. 269.
8*