Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Qupperneq 36
36
enn sjái þá merki fyrir kirkjugarðinum. Bænhús þetta hefir efalaust
verið úr kaþólskum sið, og jörðin kann að hafa tekið nafn eftir því.
15. Kirkjuból i Korpudal. Korpudalur gengur inn af Önundar-
firði til austurs. Þrjár jarðir eru í dalnum, og er Kirkjuból stærst
þeirra, 30c að fornu mati. Kirkjubóls þessa finnst fyrst getið með vissu
14461) meðal eigna Guðmundar Arasonar. Síðar er það einnig bænda-
eign2). Að vísu er í bréfum þessum að eins nefnt Kirkjuból, sem
sjá má af sambandinu að er í Önundarfirði, en dýrleikinn er alls-
staðar tilgreindur 30c, og á sá dýrleiki ekki við neitt hinna Kirkjuból-
anna í firðinum. Þar sem Kirkjuból í Korpudal þannig var bænda-
eign, hlýtur nafnið að vera komið af því, að þar hafi verið kirkja. Af
þeirri kirkju höfum vér þær einar sagnir, að í Jarðabók Árna Magnús-
sonar og Páls Vídalíns er sagt, að bænhús hafi verið þar á bænum,
sem affellt sé fyrir hér um bil 80 árum. Kirkjan ætti því að hafa
staðið þar fram um 1620, og hefir hún efalaust verið úr kaþólskum
sið.
16. Kirkjuból á Hvilftarströnd. Strandlengis með Önundar-
firði norðanverðum er bæjaröð, og er fremur skammt á milli bæj-
anna. Einn þeirra er Kirkjuból, sem á síðari öldum oftast hefir verið
nefnt Selakirkjuból.
Meðal jarðeigna Guðmundar Arasonar, 1446, er talið »kyrkiuboI
xijc,« og er það talið innan um jarðir í Önundarfirði3). Getur þetta
ekki átti við annað Kirkjuból en Kirkjuból á Hvilftarströnd. Þá er og
í skiptabréfi eftir Björn hirðstjóra Þorleifsson, 1467, getið um »kirkiu-
bol j aunundarfirde vt fra breidadal«,4) og er þar bersýnilega um
Kirkjuból á Hvilftarströnd að ræða. Bréf þessi sýna, að jörðin var
bændaeign. Um kirkju á þessum bæ hefi ég fundið getið að eins á
einum stað, í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns. Þar segir
»Hér hefir bænhús verið, sem af er fallið fyrir manna minni, sést þó
hér til kirkjugarðsleifa.«
í Sturlungu segir að Guðmundur Sigríðarson, sem er talinn einn
af stærri bændunum i Vestfjörðum um 1240, hafi búið »á Kirkjubóli
í Önundarfirði«5). Sennilega hefir hann búið annaðhvort á Kirkjubóli í
Valþjófsdal eða í Korpudal. Um það verður ekkert vitað, hvort þeirra
átt er við, en þetta sýnir, að eitt af Kirkjubólunum í firðinum hefir
verið búið að fá það nafn á fyrri hluta 13. aldar. Á nokkrum öðrum
stöðum í heimildunum er talað um Kirkjuból í Önundarfirði, án nán-
ari skilgreiningar6). Getur þar verið átt við eitthvert þeirra fjögra
1) Dipl. isl, IV. bls. 688. 2) Dipl. isl. VI. nr. 140 (1478), VIII. nr. 295 (1511).
3) Dipl. isl. IV. bls. 688. 4) Dipl. isl. V. bls. 502 sbr. 501. 5) Sturl. III. bls. 18.
6) Dipl. isl. V. bls. 216 (1460), nr. 219 (1461), nr. 471 (1468).