Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Page 40
40
dalurinn er kenndur við, og Kirkjuból, sem er nokkru innar í dalnum
en Staður.
Kirkjubóls þessa íinnst getið fyrst í máldaga Staðarkirkju nál.
12861), og var það þá ein af jörðum kirkjunnar, og hefir verið það
jafnan síðan, þar til nú fyrir skömmu. Engar heimildir eru fyrir því,
að kirkja hafi verið á þessum bæ, og hafa hvorki nein örnefni eða
sagnir, er til þess bendi, varðveizt þar til vorra daga2 *). Mætti því ef
til vill ætla, að nafnið stafaði af þvi, að jörðin var kirkjueign. En
hálfkirkja eða bænhús kynni vel hafa verið þar fram til siðaskipta,
þótt allar minningar um hana væru horfnar nú, og því frekar, ef sú
kirkja hefði fyr fallið af. En Kirkjuból varð snemma kirkjujörð, og
það er eftirtektarvert, að hálfkirkjum og bænhúsum sýnist Htt hafa
verið haldið uppi einmitt á kirkjujörðum, að minnsta kosti eftir að
kom fram á 14. öld. Jörðin kynni því vel að hafa tekið nafn af kirkju^
sem þar hefði verið, áður en hún varð kirkjueign, og verður vikið
nánar að því síðar.
22. Kirkjuból í Tungusveit. Kirkjuból þetta, sem er forn þing-
staður og hreppurinn er við kenndur, er sunnan Steingrimsfjarðar,
nokkru fyrir innan Galmaströnd. Bærinn stendur nærri sjó, nokkuð
fjarri öðrum bæjum, en þar upp af gengur inn dalur með nokkrum
bæjum í, Miðdalur, og sýnist það þó nokkuð vafasamt, hvort hægt
er að telja Kirkjuból til þeirrar byggðar, enda kvað það eigi vera
gert þar í sveitinni.
Bær þessi mun fyrst finnast nefndur í sögu Guðmundar biskups
Arasonar. Er þar sagt frá gistingu biskups á Kirkjubóli í Steingríms-
firði, og má sjá það af frásögninni, að kirkja hefir þá verið þar á
bænurn2). Ágrip af máldaga kirkju þessarar, frá því á dögum Stefáns
biskups, er enn til, og var hún Ólafskirkja4). Kirkjan var enn við líði
nokkru eftir siðaskipti. Er hennar getið i máldagabók Gísla biskups
Jónssonar, um 1575, og á allra heilagra messu 1600 giftist Jón Guð-
mundsson lærði á Kirkjubóli5). Hefir kirkjan þá enn verið uppi, og
hefir mátt vígja þar hjón. Enn er í kaupbréfi um jörðina frá 1606
talað um reikning kirkjunnar0). Síðan hefi ég ekki séð kirkju þessar*
ar getið, nema hvað síra Björn Hjálmarsson getur þess, í lýsingu
Tröllatungusóknar, 1839, að bænhús hafi verið á Kirkjubóli.
Kirkjuból var jafnan bændaeign7), og er því ekki vafi á því, að
nafnið er dregið af kirkjunni, sem þar var.
1) Dipl. isl. II. nr. 132. 2) Sbr. örnefnalýsingu Jóhanns Hjaltasonar í hand-
ritasafni. Fornl.fél. 3) Biskupas. 1. bls. 605—606. 4) Dipl. isl. VII. nr. 167. 5) Safn
til sögu ísl. III. bls. 713. 6) AM. Apogr 5227. 7) Dipl. isl. II. nr. 230 (1317), VII.
nr. 327 (1495).