Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Side 43
43
Eitt atriði má enn drepa á, sem bendir sterklega til þess, að
kirkja hafi verið reist á Kirkjubóli snemma á öldum. Vöðlavík hét í
fyrstu Krossavík. Landnáma segir, að Þórir inn hávi hafi numið
»Krossavík á millum Gerpis ok Reyðarfjarðar« og að þaðan hafi
Krossvíkingar verið komnir1). í »Krossavík fyrir norðan Reyðarfjörð«2)
eða »Krossavík í Reyðarfirði«3) bjó Þorleifur hinn kristni um árið
1000. í Kirknatali Páls biskups er nefnd Krossavik fyrir sunnan
Gerpi4) og Hallormsstaðakirkja átti áttung í öllum matreka milli
Gerpis og Krossavíkurár5 *). Kálund telur, að Krossavíkurnafnið hafi
haldizt fram á 17. öld°). Mun hann hafa byggt það á kirknatalinu, sem
hann taldi ritað um 1600, en í Gíslamáldögum er Kirkjuból nefnt
Kirkjuból »í Víkum« og 1645 er Vöðlavík orðið hið algenga nafn á
víkinni, því í vísitatíu Brynjólfs biskups á Skorrastöðum það ár er
talað um »KirkjubóI í Krossavík, nú Vöðlavík«.
í sumum af hinum tilvitnuðu stöðum að minnsta kosti mun Krossa-
vík vera bæjarnafn, og af því sést, að fyrsti bærinn í víkinni hefir
verið samnefndur henni. Þar bjó um árið 1000 kristinn maður, sem
væntanlega hefir verið einn af frumherjum kristninnar í Austfjörðum.
Kristnisaga segir, að hann hafi orðið til þess, ásamt Halli af Síðu,
af hálfu Austfirðinga, að helga sig guði á alþingi árið 10007). Liklegt
er, að slíkur maður hafi byggt kirkju á bæ sínum. Nú heitir enginn
bær þar í víkinni Krossavík. En einn þeirra er kendur við kirkju og
heitir Kirkjuból, og virðist það vera líklegast, að hann sé hin forna
Krossavík, landnámsbærinn og bær Þorleifs kristna.
25. Kirkjuból í Fáskrúðsfirði. Kirkjuból þetta er í byggðinni
inn af Fáskrúðsfirði. Jarðarinnar finnst ekki getið fyrir siðaskipti. Hún
mun ávalt hafa verið bændaeign, og ætti nafnið því að vera dregið
af þvi, að kirkja hafi verið þar. Um þá kirkju eru þó aðeins til
munnmæli. Segir síra Ólafur Indriðason, í lýsingu Kolfreyjustaðasókn-
ar, 1841, að almæli sé, að bænhús hafi verið á Kirkjubóli, sem af-
fallið sé fyrir löngu.
26. Kirkjuból i Stöðvarfirði. Kirkjuból er utan til við Stöðvar-
fjörð norðanmegin. Jarðarinnar finnst fyrst getið í bréfi frá 15738),
en þar næst hefi ég fundið hennar getið 1599, og var hún þá gold-
in í sætt9). Jörðin var bændaeign, en að því er síra Magnús Bergs-
son segir, í lýsingu Stöðvarsóknar, 1839, þá hefir það verið haft í
munnmælum, að Stöðvarkirkja hafi áður staðið á Kirkjubóli. Hafi
1) Hauksbók c. 255, Sturlubók c. 294. 2) Kristni s. c. 11. 3) Vopnf. s. c. 4.
4) Dipl. isl. XII. bls. 4. 5) Dipl. isl. IV. bls. 208 (Vilkinsmáldagi). 6) Hist.topogr.
Beskr. II. bls. 250. 7) Bisk.s. I. bls. 23. 8) Lbs. 1089 4to bls. 356. 9) Alþ.b.
ísl. III. bls. 161.