Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Page 45
45
sýnist það vera fyllilega leyfilegt, að álykta, að þær jarðir, sem heim-
ildirnar ekki sýna, að hafi verið kirkjujarðir, hafi aldrei verið það, og
að hin Kirkjubólin 21 hafi því aldrei verið kirkjueign.
Þau 5 Kirkjuból, sem voru kirkjueign, þurfa þó ekki að hafa
fengið nafn sitt af þeirri ástæðu. Tvö þeirra (Kb. i Hvítársíðu og
og Kb. í Voðlavík) urðu ekki kirkjueign fyr en á 15. öld, og hið
þriðja (Kb. í Bjarnadal) ekki fyr en seint á 14. öld. Þau hafa að lík-
indum öll verið búin af fá nafnið Kirkjuból, áður en þau urðu kirkju-
jarðir, og nafn þeirra er því ekki af þeim rótum runnið. Gögn eru
líka fyrir því, að kirkjur hafi verið á tveimur af þessum bæjum (Kb.
í Bjarnadal og Kb. í Vöðlavík). Nokkrar líkur eru fyrir því, að kirkja
hafi verið á hinni fjórðu af þessum jörðum (Kb. á Akranesi), og hún
dregið nafn af þvi. Sé það rétt, þá er aðeins ein jörð eftir, sem
kynni hafa heitið Kirkjuból af því, að hún var kirkjujörð (Kb. í Staðardal).
Af þessu sést, að orðið kirkjuból hefir annað hvort alls ekki
verið notað í bæjanöfnum hér á landi í merkingunni kirkjujörð eða
þá örsjaldan. Þetta gefur þá strax líkur fyrir því, að það hafi verið
notað í hinni merkingunni, jörð, sem kirkja var á. Styrkjast þær líkur
mjög af því, að meira eða minna góðar heimildir eru fyrir því, að
kirkja hafi verið á 21 af þessum 26 jörðum. Ein af kirkjum þessum
er enn við líði (Kb. í Valþjófsdal), önnur var það þar til seint á 19.
öld (Kb. í Langadal). Hin þriðja var við líði fram til loka 18. aldar
(Kb. á Miðnesi). Aðrar tvær voru enn við líði snemma á 18. öld
(Kb. á Bæjarnesi og Kb. í Skutilsfirði). Hinar voru þá affallnar en
um 4 þeirra er getið í skjölum frá því fyrir siðaskipti eða skömmu eftir
þau (Kb. á Litlanesi, Kb. í Kollsvík, Kb. í Mosdal og Kb. í Tungu-
sveit). Um hinar 11 eru til sagnir frá því snemma á 18. öld eða
yngri, og styðjast margar þeirra við örnefni eða fornminjar. Virð-
ist ekki vera ástæða til að rengja þau munnmæli yfirleitt. Að vísu
skal það játað, að hugsanlegt er, að nafn jarðarinnar hafi orðið til-
efni til þess, að munnmælin mynduðust, en varla hefir oft verið svo.
Samskonar munnmæli og örnefni hafa geymzt á ýmsum öðrum jörð-
um hér á landi, sem ekki eru kenndar við kirkju, og oft eru þá lika
til skjallegar heimildir, er sýna, að kirkja hefir í rauninni verið á
bænum. Er það vottur þess, að þesskonar munnmælum og örnefn-
um má treysta að öllum jafnaði.
Hinsvegar eru hvorki skriíaðar heimildir eða munnmæli fyrir því,
að kirkja hafi verið á 5 af Kirkjubólunum. Um tvö þeirra (Kb. í
Skaftafellssýslu og Kb. í Hellistungum) er oss svo fátt kunnugt, að
kirkja kynni að hafa verið á þeim báðum, þótt vér höfum engar heimild-
Ir fyrir því nú, og það er enda líklegast, því hvorug þessara jarða