Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Side 48
48
•sem yfir var horft og við miðað, er nafnið var gefið. Ef samskonar
kirkjur voru á öllum bæjum í einhverri byggð, þá gat ekki verið
ástæða til að fara að kenna neinn þeirra við kirkjuna sérstaklega.
Kirkjan þar var þá ekkert sérkenni við þann bæ, sem greindi hann
frá hinum bæjunum. Hér koma því tvær spurningar til greina: Hvers-
konar kirkjur voru á jörðunum, sem hétu Kirkjuból, og við hvaða
umhverfi hefir verið miðað, er þeim var gefið þetta nafn?
Um fyrri spurninguna er þess fyrst að geta, að kirkjurnar hér á
landi voru af ýmsu tægi. Sumar voru alkirkjur, aðrar hálfkirkjur eða
bænhús. Er sú flokkaskifting miðuð við það, hversu oft tíðir skyldi
syngja að kirkjunni. Við sumar kirkjur var prestskyld, við aðrar ekki.
Sumar kirkjur voru undir forræði biskups, aðrar bændakirkjur. En sú
aðgreining, sem einkum virðist geta skipt máli um úrlausn þeirra
spurninga, er hér er um að ræða, er munurinn á sóknarkirkjum og
heimiliskirkjum.
Til sóknarkirkjunnar, sem nálega altaf var alkirkja, áttu allir
sóknarmenn að sækja tíðir á löghelgum, einnig þeir, sem höfðu heim-
iliskirkjur á bæjum sínum. Þar fóru, að öllum jafnaði, fram helgiat-
hafnirnar í æfi sóknarfólksins, skírn, ferming, hjónavígsla, eftir að
kirkjuleg vígsla fór að tíðkast, kirkjuleiðsla kvenna, aflausnir o. s. frv.,
og þar var grafreitur sóknarinnar. Þar var prestur eða prestar sókn-
arinnar oftast nær heimilisfastir. Þar voru haldnir kirkjudagar, sem
sóknin öll sótti til. Sóknarkirkjan var kirkja allra sóknarmanna og
því miðstöð hins kirkjulega lífs í sókninni, en hún var einnig mikil-
væg miðstöð í félagslífi sóknarmanna að öðru leyti. Tíðustu mann-
fundir sóknarinnar voru við sóknarkirkjuna.
Heimiliskirkjurnar voru aftur á móti sjaldan alkirkjur, heldur oft-
ast hálfkirkjur. eða bænhús. Þær voru aðeins fyrir heimilisfólkið á
bæ þeim, sem kirkjan var á. Aðrir sóttu ekki tíðir þangað að jafnaði,
og þegar fremja mátti í þeim aðrar kirkjulegar athafnir en tíðasöng,
þá mun það aðeins hafa verið fyrir heimilisfólkið.
Eins og gefur að skilja, hefir sóknarkirkjan gnæft yfir heimilis-
kirkjurnar í sókninni í hugum fólksins. Athygli sóknarfólksins alls
hefir beinzt að henni miklu meir en að nokkurri af heimiliskirkjun-
um. Þess mætti því ef til vill vænta, að jarðir, sem kendar eru við
kirkju, væru einkum sóknarkirkjustaðir, og að hinsvegar margar jarðir,
sem sóknarkirkja var á, bæru nafn, sem minnti á kirkjuna. Þessu er
þó ekki þannig farið. Eg mun tala um Kirkjubólsnöfnin hér rétt á
eftir, en um jarðir, sem önnur nöfn bera, samsett af orðinu kirkja, er
það að segja, að gögn eru að vísu fyrir því, að kirkja hefir verið á
flestum þeirra, en sjaldnast hefir sú kirkja verið sóknarkirkja. Á hinn