Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Page 50
50
Bæjarnesi og á Litlanesi eru hvort á sínu nesi, þar sem eru fáir
bæir aðrir. Kirkjubólin hin í Vestfjörðum eru nálega öll í litlum döl-
um eða víkum, ásamt nokkrum bæjum öðrum, venjulega 2—4, og
eru þessar byggðir að jafnaði skýrt afmarkaðar frá öðrum hlutum
sveitarinnar. Sama er um sum Kirkjubólin í Austfjörðum, t. d. Kirkju-
ból í Vöðlavík. Við þetta þrönga umhverfi sýnist þá nafnið vera
miðað. Þegar kirkja var byggð á einum af bæjunum í þessum litlu:
byggðum, þá virðist það næsta eðlilegt, að athygli manna hafi dreg-
izt að þeim bæ vegna kirkjunnar, þótt hún jafnvel aðeins væri
heimiliskirkja. Hann var eini bærinn þar í byggðinni, sem kirkja var
á, um það var hann frábrugðinn hinum bæjunum, og þetta sérkenni
hans virðist vel hafa getað orðið til þess, að farið var að kenna
hann við kirkjuna.
Þessi er sennilega uppruni margra af þessum bæjanöfnum. En
jafnframt er rétt að benda á annað atriði, sem stundum, ef til vill,
hefir ráðið nokkru um það, að þessi nöfn voru gefin bæjunum, eða
að minnsta kosti hefir stuðlað að því, að nafnið festist við jörðina.
Margir af bæjum þessum munu vera eldri en kirkjan, sem þar var
byggð. Þeir hafa því átt sér annað nafn, áður en þeir fengu nafnið
Kirkjuból. Hér að framan hafa verið leiddar líkur að því, hvert hið
forna nafn fjögurra af jörðum þessum hafi verið. Kirkjuból í Kollsvík
hefir heitið Kollsvík, Kirkjuból í Feitsdal Feitsdalur, Kirkjuból í Val-
þjófsdal Valþjófsdalur, og Kirkjuból í Vöðlavik Krossavík. Þessum
fjórum fornu nöfnum er það sameiginlegt, að þau eru samnefni við
byggðarlagið. Eins og áður var minnzt á, hefir þetta stafað af þvir
að þessir bæir voru elztu bæirnir í dalnum eða víkinni. Meðan þeir
voru eini bærinn þar, kom þetta ekki að sök, en þegar fleiri bæir
byggðust þar og voru kenndir við byggðina, t. d. Hóll í FeitsdaL
Tunga í Valþjófsdal, þá gat þetta samnefni bæjar og byggðar vald-
ið misskilningi, og gat þetta orðið mönnum hvöt til þess, að skipta
um nafn á öðruhvoru, byggðinni eða bænum. í Valþjófsdal varð nýja
bæjarnafnið ofan á. í Krossavík hvarf gamla nafnið bæði af bænum
og byggðinni. í Kollsvík og í Feitsdal hvarf nýja bæjarnafnið aftur,
þó að líkindum ekki fyr en kirkjan, sem gefið hafði tilefni til þessr
var horfin af bænum, og í Feitsdal breyttist byggðarnafnið og varð
Bakkadalur. Líkt kynni að hafa staðið á um sum Kirkjubólin hin. Þess
var áður getið, að ef til vill væri líklegt, að Kirkjuból í Langadal
hefði heitið Langadalur, og eins gætum vér hugsað oss, að t. d-
Kirkjuból í Mosdal eða í Korpudal hefðu heitið Mosdalur og Korpu-
dalur. Um önnur af Kirkjubólunum er aftur á móti víst, að þessu hef-
ir ekki verið þannig farið. í Heydal og í Reykjarfirði nyrðra eru.