Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Page 52
52
ið. Likt sýnist hafa hagað til á Kirkjubóli í Hellistungum, þótt oss
annars sé fátt kunnugt um þá fornu byggð, sem þar kann að hafa
verið. Ennfremur virðist þetta líka eiga við um Kirkjuból i Tungusveit
og Kirkjuból í Stöðvarfirði. í annan stað eru sum Kirkjubólin að vísu
í afmörkuðum smábyggðum, en sjálf sóknarkirkjan er þar líka. Kirkju-
ból á Akranesi er í sama túninu og Innri-Hólmur, Kirkjuból í Staðar-
dal og í Norðfirði eru í sömu dalbyggðunum og sóknarkirkjustaðirnir,
Staður í Steingrímsfirði og Skorrastaðir, eru í. Þar sem svo hagaði
til, má búast við þvi, að sóknarkirkjan hafi skyggt svo mjög á hina
kirkjuna, sem aðeins var heimiliskirkja, í hugum manna, að athygli
þeirra hafi eigi getað dregizt svo að henni, að það yrði til þess, að
bænum yrði gefið nýtt nafn, sem kenndi hann við kirkjuna. Heimilis-
kirkjan var of nærri sóknarkirkjunni til þess. Hér þarf því að leita
annarra skýringa.
Um Kirkjuból á Akranesi hefi ég áður talað. Ég hefi sýnt fram
á það, að jörðin hefur ekki getað dregið þetta nafn sitt af kirkju, er þar
hefir verið byggð eftir að sóknarkirkjan var komin heima á Hólmi, og
ég hefi dregið fram nokkrar líkur þess, að fyrsta kirkjan hafi einmitt
verið byggð á Kirkjubóli. Til þess læt ég mér nægja að vísa hér, en
skal aðeins drepa á eitt atriði til viðbótar. Kirkjuból var eign Hólms-
kirkju. Nafnið gæti verið dregið af því. En Hólmskirkja átti líka aðra
jörð þar í torfunni, Tyrfingsstaði. Hafi hún eignazt þær báðar sam-
tímis, gat ekki verið ástæða af þeim sökum til að kenna aðra þeirra
við kirkjuna fremur en hina. Og þar sem þessar jarðir báðar eru
hlutar af hinu upphaflega Hólmslandi, er líklegast, að þær hafi verið
eignaðar kirkjunni samtímis, strax er skipun var gerð á landeign
kirkjunnar, sem væntanlega hefir verið gert, þegar hinn fyrsti máldagi
hennar var settur. Líkur virðast þvi vera fyrir því, að hin fyrsta sóknar-
kirkja í Innra-Hólmssókn hafi verið á Kirkjubóli, og að nafn jarðar-
innar sé dregið af því.
Til eru sagnir um það, að kirkjurnar á þremur af sóknarkirkju-
stöðum þeim, sem hér ræðir um, hafi verið fluttar þangað frá öðrum
stöðum. Þjóðsaga er um það, að kirkjan á Stað í Steingrímsfirði hafi
í fyrstu staðið innar í dalnum, í svonefndum Kirkjutungum1). Eins og
áður var getið, hefir verið þjóðsaga um það í Norðfirði, að Skorra-
staðakirkja hafi áður staðið á Ásmundarstöðum (Kirkjubóli), og síra
Magnús Bergsson getur munnmæla úr Stöövarfirði um það, að Stöðv-
arkirkja hafi verið flutt þangað frá Kirkjubóli. Sagnirnar úr Steingríms-
firði og Norðfirði eru að vísu mjög þjóðsögukenndar, en í þessum sögum
1) Jón Árnason: ísl. þjóðs. og æfintýri I. bls. 150—151.