Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Síða 53
53
öllum gæti þó hafa geymzt sá sannleikskjarni, að þessar kirkjur hafi
í rauninni allar verið fluttar einhverntíma í fyrndinni. í Norðfirði og
Stöðvarfirði eiga þær að hafa verið fluttar frá jörðum, sem hétu Kirkju-
ból, í Steingrímsfirði að vísu frá öðrum stað, en þó innan úr dalnum, en
Kirkjuból er einmitt fyrir innan Stað. Ég skal játa það, að varla er
hægt að telja þetta vera líkur, en þannig hefir þessu getað verið far-
ið. Þess má geta, að í Kirknatali Páls biskups eru taldar kirkjur á
Stað, sem þá hét Breiðabólstaður, á Skorrastöðum og í Stöð1). Sé
einhver fótur fyrir því, að kirkjur þessar hafi verið fluttar, hefir því
sá flutningur átt sér stað fyrir 1200, og kirkjurnar á þessum Kirkju-
bólum hafa þá væntanlega verið fyrstu sóknarkirkjurnar i þessum
byggðum. Sagnir um flutning kirkna eru til víðar á landinu, en þó
ekki mjög margar. Óneitanlega væri það einkennileg tilviljun, að ein-
mitt þessar þrjár kirkjur skuli hafa dregizt inn i þær sagnir, ef þær
væru tilhæfulausar með öllu.
Um sóknarkirkjur hinna jarðanna eru engar slíkar sagnir til.
Kirkjuból í Hellistungum hefir verið langt frá sóknarkirkjunni í Hvammi
í Norðurárdal. En benda má á það, að ekki langt fyrir neðan Kirkju-
ból er bærinn Forni-Hvammur. Forni-Hvammur var í byggð 1658—
1676, en siðan í eyði þar til litlu eftir 1850, og segir í Jarðabók Árna
Magnússonar og Páls Vidalíns, að enginn viti, hve mörg hundruð ár
þar hafi verið auðn, áður en jörðin var byggð upp 16582), en í eldri
heimildum hefi ég hvergi séð Forna-Hvamms getið. Þó benda bæði
sjálft nafnið og þessi ummæli í jarðabókinni til þess, að byggð hafi
verið þar að fornu. Bær með nafninu Hvammur hefir byggzt snemma
í Norðurárdal, því Helgi Rauðabjarnarson, landnámsmanns, er sagður
hafa búið í Hvammi í Norðurárdal3). En var þetta sá bær, sem nú
heitir Hvammur? Nafnið Forni-Hvammur gefur tilefni til þeirrar spurn-
ingar. Það má spyrja, hvort öndvegisbærinn i dalnum hafi einhvern
tima verið þar sem Forni-Hvammur er, en verið fluttur seinna niður-
eftir þangað, sem Hvammur er nú. Fyrsta kirkjan þar i byggðinni
gæti þá hafa verið byggð á Kirkjubóli, en flutt síðan heim að Hvammi
og með honum niður þangað, sem Hvammur er nú. Mér þykir rétt
að vekja athygli á þessari spurningu, en skal játa það, að eftir þvi,
sem staðhættir eru þarna núna, þá er þetta ekki sennilegt4).
Kirkjuból í Hvítársíðu er tveimur bæjarleiðum neðar en Gils-
1) Dipl. isl. XII. bls. 4,5 og 15. 2) Jarðabók. IV. bls. 300.|3) Landnáma Hauksb. c.
47, Hænsna-Þóris s. c. 1. 4) Nöfn, sem hliðslæð eru nafninu Forni-Hvammur, finn-
ast nokkuö víða um landið. Þau munu ekki öll vera tilkomin með sama hætti
Stundum sýnast þau hafa komið upp, er jörð var skipt i fleiri býli, þannig að lýs-
ingarorðið Forni- hafi þó verið tengt við nafn upphaflega bæjarins. Dæmi þess