Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Page 54
54
bakki, aðsetur höfðingja Hvítsíðinga og sóknarkirkjustaður. Það kann
að vera, að fyrsta sóknarkirkja Hvítsíðinga hafi verið byggð þar og
flutt síðan að Gilsbakka, en engar frekari líkur er hægt að leiða að
því. Eins verða engar sérstakar líkur leiddar að því, að kirkjan á
Kirkjubóli í Tungusveit hafi verið sóknarkirkja, áður en sóknarkirkja
kom í Tröllatungu.
Heita má, að það hafi verið nær undantekningarlaus regla, að
sóknarkirkjurnar hafi verið á stærstu jörðunum í sókninni, á bæjun-
um þar sem fyrirmenn sóknarinnar sátu. Af Kirknatali Páls biskups
má sjá, að sú skipun hefir verið komin á um 1200. En það er ekki
víst, að þessu hafi verið þannig farið frá upphafi. Svo er að sjá, sem
það hafi engan veginn verið algild venja i heiðni, að hofin væru á
bæjum goðorðsmanna eða jafnvel í nánasta nágrenni þeirra. Bæir
kenndir við hof eru nokkuð víða í 3—12 km. fjarlægð frá höfuðból-
um, sem sum með vissu hafa verið aðsetur fornra goðorðsmanna
er jöröin Sandar undir Eyjafjöllum. t byrjun 18. aldar var sú jörð orðin skipt í
5 býli, sem hétu Fornu-Sandar, Hjáleigu-Sandar, Helgubær, Stekkjartún og
Rotin (Jarðabók Á. M. og P. V. I. bls. 84). Fornu-Sandar munu vera upphaflegi
bærinn, sem fengið hefir þennan nafnauka, er býlin urðu fleiri en eitt. En þessi
uppruni nafnsins virðist þó vera fremur fátíður, nöfn þessi sýnast langoftast eiga
rót sína að rekja til þess, að bærinn hefir verið fluttur, og gamla bæjarstæðið
er þá auðkennt með orðinu Forni-. Hjá túninu á Hallsstöðum á Langadals-
strönd var örnefnið Fornibær, og var sagt, að bærinn hefði áður staðið þar
(Jarðab. Á. M. og P. V. ísafjarðars.). Hér hefir gamla bæjarstæðið fengið nafn,
sem sýnir, að þar var áður bær, en felur ekki i sér nafn þess bæjar (Hallstaði).
Hitt er langtíðast, að nafnið felur í sér gamla bæjarnafnið. í Jarðab. Á. M. og
P. V. II. bls 11 segir um Loftsstaði i Flóa: »Þessi bær hefir verið fluttur
einu sinni, framan af sandinum, þar sem heita Fornu-Loftsstaðir, fyrir meir en
40 árum«. Þetta nafn er orðið til eftir miðja 17. öld. Með sama hætti hafa orðið
til nöfnin Fornu-Baugsstaðir í Flóa, Fomu-Brennistaðir í Flókadal, Forna-Öxl í
Breiðuvik, Forni-Saxahóll og Forna-Fróðá undir Jökli, Forni-Belgsdalur í Saur-
bæ, Forni-Staður á Reykjanesi og Forna-Nauteyri á Langadalsströnd. Þessi nöfn
eru öll tekin úr Jarðabók Á. M. og P. V., og um öll þeirra er þess getið, að
þau séu nöfn á bæjarstæðum, sem lögð hafa verið niður, en bærinn, sem þar
var, byggður annarstaðar með sínu gamla nafni (Baugsstaðir, Brennistaðir o. s.
frv.) Á eitt af þessum gömlu bæjarstæðum, Fornu-Fróðá, var þá aftur komið
byggt ból. Auk Forna-Hvamms nefnir jarðab. fáein önnur nöfn samskonar, án
þess að geta um flutning bæjar þaðan, Fornu-Velli í Hólmi og Forna-Breiðaból-
stað í Reykholtsdal. En af öðrum gögnum má sjá, að síðartalda nafnið á líka
rót sína að rekja til flutnings bæjar. Það er í landi Reykholts, og er vafalítið
nafn annars af Breiðabólsstöðunum tveimur, sem getið er um í Reykholtsdal á
10. öld (Hænsna-Þóris s. c. 1). Sá bær hefir verið fluttur i Reykholt og byggður
þar upp með nýju nafni. Nöfn af sömu gerð og Forni-Hvammur eiga þannig
Sangoftast rót sína að rekja til þess, að bær hefir verið fluttur af stað þeim,
sem svo var nefndur.