Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Page 56
56
Allar þessar 26 jarðir sýnast hafa verið lögbýli. Aðeins þrjár
þeirra geta talizt stórbýli (Kb. á Miðnesi, i Valþjófsdal og í Langa-
dal). Hinar eru flestar miðlungsjarðir, sumar í betra lagi, margar
þeirra 20—30° að fornu mati. í tölu þessara jarða er því engin hjá-
leiga, enda er það svo, að meðal allra þeirra jarða, sem gögn eru
fyrir, að kirkja hafi verið á í kaþólskum sið, og eru nokkuð á annað
þúsund, er engin hjáleiga. Þetta skýrist að nokkru leyti af fjárhags-
legum ástæðum. Hjáleigubændurnir hafa verið of fátækir, til þess að
þeir gætu komið upp hálfkirkju eða bænhúsi á býlum sínum. En sú
skýring er þó ekki fullnægjandi. Hjáleigur hafa verið til, sem ekki
hafa verið lakari býli en sum lögbýlin, sem bænhús voru á. Ef hjá-
leigubyggðin hefði verið komin í sama horf á 11., 12. og fyrri hluta
13. aldar og hún var á síðari öldum, þá færi ekki hjá því, að vér
hefðum spurnir af bænhúsi eða hálfkirkju á einhverri þeirra, og virð-
ist mér þetta vera því til styrktar, að sú byggð sé að mestu leyti
yngri. En þessar heimiliskirkjur sýnast einkum hafa komizt á á fyrstu
öldum kristninnar, áður en þau straumhvörf urðu í íslenzku kirkjunni,
sem Árni biskup Þorláksson er fyrsti fulltrúi fyrir, er kirkjunnar menn
tóku að leggja megináherzluna á hið ytra vald hennar. Heimildirnar
sýna það berlega, að úr því fer heimiliskirkjunum fremur fækkandi
en fjölgandi.
Á það var bent I upphafi þessa máls, að bæjarnafni þessu er
undarlega misskipt á héruð landsins. í íjölbyggðustu héruðunum,.
eins og á Suðurlandsundirlendinu, í Skagafirði eða Eyjafirði, eru þau
alveg óþekkt. Á Austurlandi eru öll Kirkjubólin niðri í fjörðunum. Úr
byggðunum uppi á Fljótsdalshéraðinu þekkist nafnið ekki. Það er sér-
staklega eftirtektarvert, hversu margar af jörðum þessum eru i fjarða-
byggðunum, austanlands og vestan, meira en fjórir fimmtungar þeirra,
en hvergi á landinu kveður eins mikið að því, að byggðirnar séu
greindar í smábyggðir, eins og einmitt í þessum sveitum, og það,
að nöfnin skulí hafa tíðkazt mest á þeim slóðum, er nokkur styrkur
skýringu þeirri á tildrögum alls þorra nafnanna, sem gefin hefir ver-
ið hér að framan. En fleira kemur hér til greina. Hér sýnist einnig
greinilega gæta staðbundinnar tízku í nafngjöfum. Glöggt dæmi þess
eru Kirkjubólin fjögur í Önundarfirði.
Gögn eru fyrir því, að heimiliskirkjur hafi líka verið á sumum
hinna bæjanna í nokkrum af hinum þröngu byggðum, sem í er bær
með nafninu Kirkjuból. Þannig var hálfkirkja í Hvilft á Hvilftarströnd.
og munnmæli eru um það, að bænhús hafi verið á Hóli í Feitsdal.
Þar sem þannig hagar til, virðist Kirkjubólsnafnið skera úr um ald-
ursröð þessara kirkna. Kirkjan á Kirkjubóli er þá elzt.
Ólafur Lárusson