Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Page 57
Athugasemdir
við bók drs. Einars Ól. Sveinssonar, „Um Njálu, I.“.
Engin af fornsögum vorum er rituð með svo mikilli frásagnar-
list sem Njála, og þó hefir engin þeirra verið meira hártoguð en hún.
Eins og Njála er hárreitt, ljósast að einhverju maklega, en að
mörgu ómaklega, svo mætti engu síður fara með hina mörgu ritdóma
um hana, bæði innlendra manna og erlendra, sem sumir virðast ekki
síður hafðir í metum, þótt þeir sjeu með grunnum eða jafnvel allsend-
is þekkingarsnauðum staðfræðum. Slíkir dómar virðast oft hálfsögð
saga, eða ver en svo, enda er hinn mesti vandi að fara þar með
rjettar ályktanir, svo engu sje hallað, ekkert rangfært.
Jeg hefi nýlega farið yfir talsvert af hinu mikla riti „Um Njálu“,
eftir dr. Einar Ól. Sveinsson, og þar sem jeg minntist þess ekki, að
jeg hefði sjeð neinn ritdóm um þá bók, leiddi það mig til að stinga
niður penna, því að ýmislegt er þar, sem jeg felli mig ekki vel við;
verður þó að eins hlaupið yfir á stiklum.
Þetta mikla, fjölorða rit, „Um Njálu“, sýnir mikinn lestur, eftir-
tekt og minni. En hin yfirgripsmikla greinargerð um ritdóma Njálu
virðist vera full-áberandi. Ritdómum alókunnugra, útlendra manna
er bezt að halda sem minnst á lofti, og verður þó hin hroðalega með-
ferð á Njálu að lægjast og stillast í hóf.
Ekki hefi jeg ætlað höfundi Njálu, að hann hafi ritað hana fyrst
og fremst á vísindamáli, sem gagnrýnin virðist leggja svo mikið upp
úr, slíkt er ofætlun. Söguformið og ritsnildin mun hafa setið í fyrir-
rúmi, og höfundurinn ritað eftir þeim gögnum og sögnum, sem beztar
fyrirfundust. Það er óhjákvæmilegt að líta til ritaldar sagnanna
fornu. Þá unnu menn yfirleitt ekki að sagnaritun til fjár, nje til
heiðurs eða nafnbóta, og höfðu ekki pappír eða áhöld til að endurrita
án afláts. Bókfellið hefir verið of torgætt og dýrt til þess, og hinir
fornu sagnaritarar vorir hafa farið á mis við ýms þægindi nútímans,
og ekki voru þá til gleraugu handa sjóndöprum öldungum. Þeir hafa
því ekki ætíð átt hægt um vik til umbóta, þótt þeir fyndu einhver
missmíði á verki sínu, — hvað sem góðu næði leið. Fornsögur vorar