Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Blaðsíða 59
59
landlýsing, og því nefnir hann ekki önnur örnefni en frásögnin
krefst beinlínis.
Vil jeg nú athuga nokkur þau atriði, sem höfundur bókarinnar
„U. Nj.“ gagnrýnir mest og snei’ta Rangárþing, svo og ýmislegt ann-
að, sem hann heldur fram.
Fiskivötn. — Um þau er sagt eftir Kr. Kálund I. B., II., 328):
„Varla mundi öðrum (en manni úr Vestur-Skaftafellssýslu.) hafa
dottið í hug að nefna þessi vötn, sem eru nærri óþekkt í öðrum lands-
hlutum; en úr Skaftártungu og sveitunum þar umhverfis má ætla, að
menn hafi, þegar á þeim tíma (er Njála var rituð), farið þangað á
hverju ári og var þá farið úr byggð hina sömu leið og þegar farinn
var Mælifellssandur, en hann hefur líklega verið sjaldfarinn". Þessu
virðist höfundur „U. Nj.“ trúa, en tilgreinir þó orð Kálunds áfram:
„Maður (úr Vestur-Skaftafellssýslu), sem hvoruga fjallaferð þessa
hafði farið, gat því auðveldlega freistazt til að hugsa sjer Fiskivötn
miklu nær Mælifellssandi en þau eru í raun og veru — svo að sjálf
ónákvæmni sú, er fram kemur, þegar Fiskivötn eru nefnd, virðist
benda á Vestur-Skaftfelling, sem ekki hafði komið langt á fjöll upp“.
„Mjer virðist Kálund hafa rjett fyrir sjer í því, að þessi villa sje
engan veginn óskiljanleg“, segir höfundur „U. Nj.“. En er nú víst, að
hjer sje í rauninni um nokkra „villu“ eða „ónákvæmni“ (Kálund)
að ræða hjá höfundi Njálu? Mjer virðist kenna hjer ofmikils van-
trausts á skynsemi hans og þekkingu, og jafnframt, ef til vill, nokk-
urs skorts á nægum kunnugleika á staðháttum á öræfunum, sem
hjer er um að ræða, og í annan stað þeim breytingum, sem þeir hafa
verið undirorpnir á undanförnum öldum, því að höfundur „U. Nj.“
virðist álíta, að hjer geti eltki verið um önnur Fiskivötn að ræða
en vötn þau norðan Tungnár, sem svo eru nefnd af sumum, en venju-
lega kallast Veiðivötn, og viðurkennir jafnframt, að þessi „villa“, sem
Kálund telji koma fram í Njálu, þegar Fiskivötn eru nefnd þar, mæli
raunar ekki meira með skaftfellskri þekkingu til Njálu-ritunar en
rangæskri, „því að Fiskivötn liggja í afrjetti Landmanna og Holta-
manna, sem hafa nytjar þeirra“, segir hann. Jeg ætla og, að Vestur-
Skaftfellingar hafi ekki sótt mikið veiði til þeirra vatna á þeim
tíma, er Njála var rituð, og sízt get jeg fallizt á, að þeir hafi þá
„farið þangað á hverju ári“. — Það eru einkum Landmenn í Rang-
árþingi, sem nú um all-langan tíma hafa farið nærri árlega til þeirra
Fiskivatna, Veiðivatna, enda eru þau talin á afrjetti þeirra (sbr. Árb.
Fornlf. 1928, bls. 89—92). Þau eru geysilangt fyrir norðan leið þá,
sem legið hefir um Mælifellssand milli sunnanverðs Rangárþings og
Vestur-Skaftafellssýslu. Virðist Sigurður Vigfússon hafa haft margt