Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Page 60
60
rjett fyrir sjer 1 ritgjörðum sínum í fsafold 1885, sem höf „U. Nj.“
gerir nokkra grein fyrir (á bls. 367—68), viðv. þeim Fiskivötnum,.
sem átt er við í Njálu, og að það kunni að vera þau vötn, sem nú
kallast Álftavötn og eru norðvestan-undir Bláfjalli.
Að fjallabaki. Hin mikla jöklabreiða milli Vestur-Skaftafellssýslu
og Rangárþings er hæst að vestan, Eyjafjallajökull, og því nefna
Rangæingar, sem eru næstir honum þeim megin, hann helzt til, er
þeir ræða um þessa jökla. Austur af honum er Sólheimajökull og þá
Mýrdalsjökull; norður af Mýrdalsjökli er Goðalandsjökull, upp-af
Goðalandi, og Merkurjökull, austur-af Þórsmörk. í Njálu er að eins
nefndur Eyjafjallajökull, þegar farinn er Fjallabaksvegur, ekki
nefndir jöklarnir með hinum nöfnunum, og bendir það nærri ótví-
rætt á, að hún sje rituð af Rangæingi eða vestan jöklabreiðunnar.
Skaftfellingar nefna helzt nöfn jöklanna í eystri hlutanum, og mun
það lengi hafa við gengizt. í sögu Staða-Árna biskups (1269—98);
er þess getið, að hann riði fyrir norðan Sólheimajökul (1270). Er
sagan talin rituð af systursyni Staða-Árna, Árna biskupi Helgasyni
(1304—20), er mun hafa verið fæddur og uppalinn í Skál á Síðu,
því að þar bjó faðir hans (Sturl. s., Kh. 1906—11, II., 107—8; Bisk.
s., I., 680).
Það er tæplega trúlegt, að Fjallabaksvegur hafi „líklega ekki
verið fjölfarinn" (bls. 376), því að í Njálu segir, bæði beint
og óbeint, að hann hafi verið farinn víst 7 sinnum á að eins
2—3 árum (í kap. 124., 126., 145. og 149. beint, en óbeint í
kap. 150. tvívegis og kap. 152.). Svo er að sjá, að norðurleiðin,
að fjallabaki, hafi verið sú venjulega, því að Sigfússynir fengu
sjerstaklegt leyfi hjá Flosa, eftir að þeir voru komnir austur í Fljóts-
hlíð, til að fara syðri leiðina, en sjálfur reið hann þaðan með sinn
flokk „upp um Goðaland ok svá á fjall ok fyri norðan Eyjafjallajök-
ul“ (kap. 145.). — Þegar Njála skýrir frá ferð Flosa, er hann fer
frá Kirkjubæ til brennunnar, segir: „Síðan stigu þeir á hesta sína
ok riðu upp á fjall ok svá til Fiskivatna, ok riðu nökkuru fyrir vestan
vötnin ok stefndu svá vestr á sandinn (þ. e. Mælifellssand) — létu
þeir þá Eyjafjallajökul á vinstri hönd sjer — ok svá ofan í Goða-
3and“ (126. kap.). Þessi frásögn Njálu er langt frá því að geyma í
sjer nokkra „stórvægilega villu“ (bls. 365) — sbr. það, er áður var
sagt viðv. Fiskivötnum; og hún er skýr bending þess, að þeir Flosi
hafi farið að fjallabaki. — Af Mælifellssandi riðu þeir ofan í Goða-
land; nýlega hefi jeg heyrt, að upp frá því, jafnvel uppi undir jökli,
sjáist enn votta fyrir götuslóðum. En götur þarna eru órækur vottur
um umferð með hesta, og þá líklega frá löngu liðnum tímum, því að