Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Qupperneq 61
61
Eyfellingar fóru aldrei með hesta yfir jökulinn, heldur að eins gang-
andi, meðan þeir ráku f je yfir í Goðaland, Þórsmörk eða Almenninga.
Þótt nú sje jökull milli Goðalands og Mælifellssands, þarf ekki svo að
hafa verið fyr á öldum. I Árb. Fornlf. 1888—92, bls. 71, er greinileg
frásögn um, að í manna minnum hafi jökullinn þar gengið mjög nið-
ur til jafnlendis og hækkað jafnframt. Hafi þarna verið jökullaust
í Njáls tíð, er fundin leið Flosa að fjallabaki. Úr Goðalandi er góður
vegur um Þórsmörk til Húsadals. — Sje þetta rjett, verður frásögn
Njálu hin sannsögulegasta. Þegar jökullinn fór að hlaðast á þessa
leið vestanverða, kynni að hafa myndazt eða aukizt umferðin niður
Emstrur og um Almenninga til Þórsmerkur. Jeg tel einnig líklegt,
að vegurinn austan af Mælifellssandi — um hann hlutu allir vegir
að fjallabaki að liggja — hafi snemma á öldum legið fyrir norðan
Tindfjallajökul og um Lambadal til Rangárvalla; en að Flosi hafi
farið þá leið, „milli Torfajökuls og Tindafjallajökuls“ (sbr. „U. Nj.“,
bls. 354), það nær engri átt.
Kunnugleiki — ólcunnugleiki. — Ályktanir um skaftfellska staða-
fræði og málsbætur á þverbrestum hennar koma víða fram í bókinni
„U. Nj.“. En á þetta virðist litið alveg gagnstætt, þegar til Rang-
árþings kemur. Höfundur Njálu er talinn vel kunnugur í Skaftafells-
sýslu, sjerstaklega Kringlumýri: „Kunnuglega er farið með afstöðu,
áttir og vegalengdir — enginn fjarski, engin þoka“ („U. Nj.“, bls.
363). Ekki virðist hún þó fullkomin, þekkingin á Kringlumýri, þótt
á alfaravegi sje — sennilega áfangastaður. Um hana segir í Njálu:
„Það er hraun allt umhverfis.---------Kári gekk þá undir hamars-
skúta nokkurn" (151. kap.). „Kringlumýri er nú horfin í sand (heitir
......... nú Leirumelar),--------hamarsskútinn er kunnur og heit-
ir Kerling. Hún er í útjaðri gamals hrauns“ („U. Nj„ bls. 363, sbr.
bls. 375). — „Með því að fara svo austarlega niður, hafa þeir (Kári)
þótzt öruggir um að komast fyrir þá Ketil, að ekki væri þeir farnir
austur um. Síðan hafa þeir Kári snúið suðvestur með hraunbrúninni,
allt þar til þeir komu á Kringlumýri, og mun alfaravegur hafa legið
um hana. Þar var veiðivatn, er Kringla hét.----------Mýrina segja
kunnugir menn nú komna í leiru, og Kringluvatn er víst fyrir mart
laungu fyllt af sandi“ (J. Þ. í Árb. Fornlf., 1911, bls. 61). — Hjer
er átt við forna hraunbrún (ekki frá Skaftár-eldi), og vegur hefir
hlotið að vera þar um-; annars hefði Kári ekki legið þar við. Hvergi
er talað um, að hraun sje kringum mýrina, nema í Njálu; mundi
þess þó víðar getið, ef líkur væri til. Kálund segir, að menn viti ekki,
hvar hún hefir verið (sbr. Árb. Fornlf., 1915, bls. 34), en eftir lýs-
ingum mætra manna munu þó fullar líkur finnast til afstöðu hennar,