Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Page 62
62
og vart mun landið þar hafa tekið að blása upp fyr en um miðja 19.
öld. Þó má vera, að breyting hafi orðið fyr á mýrinni (sbr. Árb.
Fornlf., 1911, bls. 62).
Kringlumýri telst samkvæmt skiftingu höfundarins (á bls. 345—
46) á örnefnum í Njálu til III. flokks þeirra, — örnefni, sem „ekki
þekkja nema gagnkunnugir menn“, og hún er eina örnefnið í þeim
flokki, sem nefnt er í Skaftafellsþingi, sbr. bls. 347. Hafi Kringlu-
mýri legið undir alfaravegi, hefði hún átt að vera allvel kunn í
Skaftafellsþingi seint á 13. öld, þegar höfundurinn (dr. E. Ó. S.) tel-
ur Njálu færða í letur, — ekki sízt höfundi hennar, því að „um
Skaftafellssýslu hafa höfundinum verið vegir kunnir og líka afstöður
og vegalengdir, sem auðrakið væri — það er að segja í byggð“ („U.
Nj.“, bls. 375). — Enn er minnst á skaftfellskan kunnugleik hjá
Kringlumýri, er rætt er um staðinn, þar sem þeir Kári földu sig
eftir bardagann þar (151.—52. kap.). Um þann stað segir m. a. í
„U. Nj.“, bls. 364: „En hvar sem það hefur verið, sem þeir fólust,
Kári og Björn, þá er kunnuglega til orða tekið um melbakka, sem í
þessu hjeraði þýðir sandalda“. — Hliðstætt dæmi þessu er að finna
í Njálu, í 99. kap.; er það í Rangárþingi, að Sámsstöðum, og ekki í
þjóðbraut. Þolir það fyllilega samanburð við hitt. Er lýst legu (vall-
lendis-)bakkans þar að nokkru, sömuleiðis hæð hans, og svo getið
atburða þeirra, er þar gerðust.
Þau fara að þynnast, meðmælin með hinum skaftfellska höfundi
Njálu, ef hann er að eins kunnugur þar í byggð, og þó ekki fullvel,
samkvæmt framangreindu, og hefur „sjálfur aldrei farið“ „leiðina
að fjallabaki" (bls. 375—76). Vitanlegt er þó, að sýslan hefur að eins
tveggja hreppa breidd mest. — Þar á móti hefur Rangárþing fjögra
hreppa breidd, og er þar því hálfu meiri vandi á að fastákveða á
óhrekjandi hátt afstöðu allra sögustaða, svo að staðizt geti hlífðar-
lausa gagnrýni nútíðarmanna.
Ekki sýnir frásögnin um bardagann í Skaftártungu (150. kap.),
eða um ferðina þaðan um Síðu, neina frábæra staðarþekkingu, er
höfundurinn nefnir einungis einn bæ, Skál, milli Skaftártungu og
Kirkjubæjar, og má þó „telja vafalaust, að honum sé þetta allt ljóst“
(„U. Nj.“, bls. 366). Holt og Á, sem voru landnámsjarðir, eða því nær
svo gamlar, eru ekki nefndar, og hafa þó eflaust vegir legið þar um
vestan-að (sbr. ferð Kára að Skál) og austur til Kirkjubæjar. Virð-
ist mjer síður sje en svo, að þess sjáist merki, að staðþekking
hafi verið betri á þessum slóðum en í Rangárþingi. Skaftfellingur,
sem ekki þekkir nema einn bæ á nefndu svæði, verður víst ekki tal-
inn kunnugur þar. En ætli menn, að hann hafi þekkt fleiri og vitað