Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Qupperneq 64
64
synir Hámundar vera Rangæingar, svo sem amma þeirra og ömmu-
bróðir, og er því sennilegra, að Hámundarstaðir, þar sem faðir þeirra
bjó, hafi verið í Rangárþingi. — Á sama stað í bókinni, „U. Nj.“ (bls.
347), er Djúpárbakki einnig talinn til Skaftafellsþings, en sá bær
mun vafalítið eða vafalaust hafa verið í Rangárþingi (sbr. Árb.
Fornlf. 1910, bls. 31—32). — Auk þeirra sona Hámundar Hróars-
sonar er einnig nefnd í Njálu systir hans, Ormhildur, og er áreiðan-
legt af því, sem sagt er um hann í sögunni (71. kap.), að hún hefur
verið í Rangárþingi, og líklega í Fljótshlíðinni.
Ættvísi Njálu og bókin Æ. — í „U. Nj.“ er býsna-oft vitnað til
ættartöluheimildar (skammstafað Æ), sem höf. segir um (á bls. 89):
„Ættartöluheimild Njálu hugsum vér oss sem eitt safn“. Enginn
mun vita neitt greinilega um þetta safn sem heimildarrit. Þetta Æ-
rit er þó (á bls. 378) talið, að höfundur Njálu hafi „alveg vafalaust
--------haft á borði sínu, þegar hann ritaði söguna“ ásamt „Kristni-
þætti“ og „Brjáns sögu“ (sem einnig eru ímynduð rit). Kveðst höf.
hafa reynt að sýna, að þessi þrjú heimildarrit „hafi öll verið úr
Skaftafellsþingi“, og e. fr. segir hann: „Ókunnugt er um, að þessi rit
hafi verið kunn annarsstaðar á landinu, með því að þau koma aðeins
fram í Njálu — og einu öðru riti: Þorsteins-sögu Síðu-Hallssonar“,
— sem er yngri en Njála. Þetta sannar ekki að söguborðið, Njálu,
hafi verið skaftfellskt, nje hitt, að hin ímynduðu þrjú rit hafi verið
það, af því að þau komi fram í henni. Því þrátt fyrir allt meðhald
með hinni skaftfellsku þekkingu á sögustöðum þeim, sem nefndir
eru í Njálu, virðist sú þekking ekki taka þeirri neitt fram, sem talað
er um (á bls. 358—59) viðv. Rangárþingi.
Höfundur „U. Nj.“ ætlar (á bls. 88—89), að hið ímyndaða Æ-
rit hafi orðið til í Austfirðingafjórðungi sunnanverðum, segir, að
Guðbrandur Vigfússon hafi getið þess til, að Sæmundur fróði muni
hafa ritað það, en að það fái ekki staðizt, því að í Njálu (19. kap.)j
segi, að Garðar hafi fundið ísland, en á Landnámabók (4. kap.) sje
svo að skilja, að Sæmundur fróði hafi nefnt til þess Naddodd víking.
Jeg verð að játa, að jeg get ekki fallizt á þá röksemd. Jeg hygg, að
Sæmundi fróða hafi engu síður verið kunnugt um ferð Garðars en
ferð Naddodds, og honum mátti vera eins kunnugt um ætt og afkom-
endur Garðars, sem jeg ætla að hafi verið í Rangárþingi sumir, eins
og ætt og niðja Naddodds í Árnesþingi, og raunar einnig í Rangár-
þingi, því að Þorgerðr, kona Otkels í Kirkjubæ á Rangárvöllum, var
komin í beinan karllegg frá Naddoddi, var dóttir Más Bröndúlfsson-
ar Naddoddssonar (47. kap.).
Styttar vegalengdir. — Höfundur „U. Nj.“ talar eigi lítið um