Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Qupperneq 65
65
vegalengdir í Rangárþingi, er sje af höfundi Njálu „sénar með hug-
ans augum“, en að því er snertir vegalengdir í Skaftafellssýslu, beri
mjög lítið á þessu. Dæmið um ferð þeirra Halls af Síðu og Halls,
sonar hans, og þeirra sex saman (147. kap.) er þó tilfært, þar sem
svo er komizt að orði, að þeir hafi riðið (frá Svínafelli) „vestr
yfir Lómagnúpssand ok svá vestr yfir Arnarstakksheiði, ok léttu
eigi, fyrr en þeir kómu í Mýdal“, en fóðrun þeirrar frásagnar er
einstök í sinni röð. Af þessu dæmi virðist sem eins vel mætti álykta,
að þekkingin á Skaftafellsþingi hafi verið takmörkuð og vegalengdir
styttar þar. Þekktir 2 staðir, Lómagnúpssandur, rjett við Öræfin, og
Arnarstakksheiði, við Mýdalinn, endarnir á afarlangri dagleið, en
engra annara staða getið þar á milli („U. Nj.“, bls. 377).
f Njálu er getið um tvo bardaga í Skaftafellsþingi, auk bar-
dagans í Kerlingardal. Má segja um frásagnirnar um þá báða, að
þær sjeu ekki vel nákvæmar að því er staðalýsingu við kemur, þótt
báðir hafi orðið við þjóðbraut. Annar staðurinn er á Kringlumýri,
sem fyr var sagt, hinn á norðurleið, að Skaftá. Um þessa norðurleið
er í Njálu (150. kap.) sagt, að brennumenn hafi riðið „austr á fjall,
ok léttu eigi fyr en þeir kvámu í Skaptártungu, ok riðu ofan með
Skaptá, ok áðu þar sem þeir Kári ætluðu", og þar sem þeir brennu-
menn fjellu 5 eða 6. Eftir bardagann „hljópu þeir (brennumenn) á
hesta sína ok hleyptu út á Skaptá.---------Þeir riðu austr í Skóga-
hverfi ok léttu eigi fyr en þeir kvámu til Svínafells". — Nú sýna
rannsóknir, að þessi bardagi hefir ekki gerzt við Skaftá, heldur við
Meltungnaá, sem fellur í Skaftá; dysjar, sem álitnar eru að vera
dysjar hinna föllnu brennumanna, hafa fundizt við Meltungnaá. „Til
þess að geta hleypt út á Skaftá, urðu brennumenn fyrst að ríða eigi
all-stuttan spöl frá fundarstaðnum" (Árb. Forlf., 1909, bls. 18; sbr.
uppdrátt, er fylgir þar með). í Njáls-sögu er alls ekki nefndur
þessi vegarspotti, þ. e. sleppt úr frásögninni leiðinni frá orustustaðn-
um austur að Skaftá; hefði þó átt við að nefna hann, og myndi hafa
verið gjört af kunnugum, eins og gert er í frásögninni um fyrir-
sátina við Knafahóla og bardagann við Rangá (62.—63. kap.).
Annars má segja um slíkar smá-misfellur, að þær sjeu naumast
til að átelja höfund Njálu fyrir, og rýri lítið gildi hennar. Skaftá og
Kringlumýri hafa báðar verið vel þekktar, og sem næst þeim hafa
atburðirnir gerzt. — Um Kringlumýri hefði þó mátt ætla, að sagt
hefði verið í „U. Nj.“ líkt og þar er sagt um frásögn af atburði,
sem sagan segir að gerzt hafi á einum stað í Rangárþingi, að höfund-
ur hennar muni ekki hafa komið þar, á þann stað.
Vegalengdin frá Knafahólum að Rangá virðist höfundi „U. Nj.“
5