Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Side 66
66
löng og vafasöm: „Af frásögn sögunnar mundi enginn ætla, að milli
hólanna og Rangár væri 15—20 mínútna flugreið" (bls. 357). Vitnar
hann hjer til Brynjólfs Jónssonar, sem varla brá af fet-reið. Milli
Knafahóla, úr dalnum í þeim, að Gunnarssteini mun vera, eftir upp-
drætti herforingjaráðsins, tæplega 314 km. (sbr. og Árb. Fornlf.
1928, bls. 10). Þetta hefur verið greið leið og getur varla heitið
flugreið á meira en 8—9 mínútum, og á því ekki vel við að segja
viðv. þessari frásögn og henni, að hjer sje „eitt dæmi um það, hve
vegalengdir styttast í sögunni", — þ. e. a. s. í Rangárþingi. — „Gunn-
ar finnur nú nes í ánni að vígi, skal ég ekki fullyrða, hve mikið er
upp úr því leggjandi“ („U. Nj.“, bls. 357). Þetta tel jeg ekki vel
orðað; það verður að skilja það svo, að Gunnar hafi þá fyrst leitað að
víginu. Vígið var á títt-farinni leið (sbr. um götur þar að Árb. Fornlf.
1928, bls. 10). Gunnar hefur að öllum líkindum farið þar um sem
hina beinustu leið, bæði er hann fór fram og er hann fór aftur í
þeirri ferð, og ljósast oft áður; aðra leið vildi hann ekki fara (sbr.
61.—62. kap.). En vígi þurfti hann jafnan að hafa í huga á þeim
óróa-tímum; enda segir Gunnar, þegar hann er hjá Knafahólum:
„Ríða munu vér fram at Rangá, í nesit; þar er vígi nakkvat“.
Þórsmörk. — Þar hafa verið 2 bæir fyrir norðan Krossá. Sá
þriðji hefur líklega verið nálægt Húsadal, sem er einhver hinn feg-
ursti og blómlegasti staður á Þórsmörk, en sá bær hefur fljótt farið í
Markarfljót1).
Undir Eyjafjöllum eru nú 3 „Merkurbæir“, og allir í hvirfingu,
svo að stutt er á milli þeirra. Á tíð Njáls var einn bær undir Eyja-
fjöllum, sem Mörk hjet (líklega Stóra-Mörk), og þar bjó Ketill, sem
aldrei er kenndur við Þórsmörk. Miðmörk var inni á Þórsmörk; skyldi
enginn ætla, að Björn hafi búið undir handarkrika Ketils og haldið
Kára á laun tvívegis um lengri tíma (sbr. 148. og 152. kap.).
Staðskekkja. — Á það get jeg fallizt og tel það rjett, sem Finn-
ur Jónsson hefur sagt viðv. því, að Rangá er á einum stað í Njálu
(í upphafi 99. kap.) nefnd fyrir Þverá, að það sje „staðskekkja, sem
ekki komi annarsstaðar fyrir í Njálu“. Þverá hlýtur að vera hið rjetta
(eins og stendur í útg. frá 1910). Af hverju villan stafar, úr því verð-
ur erfitt að leysa með flóknum getgátum. Má vera, og líklegast er
það, að hjer sje um einfalda misritun að ræða. — Höfundi Njálu
kann að hafa orðið svipað á og Guðbrandi Vigfússyni, sjálfum vís-
indamanninum, er hann talaði um stuldinn „í Ossabæ“, fyrir „í
Kirkjubæ“ (Safn, I., bls. 423, sbr. einnig bls. 497) og brúðkaupið
1) Sbr. Árb. Fornlf. 1925—1926, bls. 51. M. Þ.