Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Qupperneq 69
Vitazgjafi og Hrísateigur,
Við þessi örnefni munu flestir kannast, sem lesið hafa Víga-
Glúms-sögu. En ég býst við, að fyrir flestum öðrum en þeim Ey-
firðingum, sem nákunnugir eru staðháttum, er sagan segir frá, hafi
farið eins og fyrir mér við lestur sögunnar, að þeir hafi ekki fylli-
lega áttað sig á, hvar staðir þessir væru í Þverárlandi, ef þeir þá
voru þar. En ég man það, að við fyrsta lestur sögunnar vakti nafn-
ið Vitazgjafi íorvitni mína, og mig langaði til að vita meira
um þennan merka akur, er aldrei brást til uppskeru.
En nú hef ég gengið úr skugga um það, að menn vita alls ekki,
hvar Vitazgjafi hefur verið, en ýmsar tilgátur eru um stað-
inn. Nokkuð sama má segja um Hrísateig. Þegar ég skrásetti ör-
nefni í Munka-Þverár-landi síðastliðinn vetur, skildi ég betur margt
það, er laut að afstöðulýsingum Víga-Glúms-sögu. En mér þótti
„skarð fyrir skildi“, þegar ég varð þess áskynja, að áðurgreindir
staðir voru týndir, og enginn gat bent á með vissu, hvar þeirra
væri að leita. En allir vita, að sanngildi Islendinga-sagnanna
styrkist mjög, ef örnefni þau, sem sögumar skýra frá, þekkjast
til þessa dags og svara alveg rétt til afstöðu-skýringar fornsagn-
anna. En séu örnefnin týnd, vex þeim ásmegin, er brigður vilja
bera á réttar frásagnir okkar frægustu bókmennta. Og geta þó
sögurnar verið jafnsannar fyrir því.
Nú vil ég taka til nokkurrar athugunar frásögn Víga-Glúms-
sögu í sambandi við Vitazgjafa og Hrísateig, og mun ég benda á
þau rök, er fengin verða með þeim gögnum, sem ég hef náð til,
um staði þessa, og gefa til kynna, hvar þeir hafa verið.
Víga-Glúms-saga er vitanlega aðalheimildin um þetta efni, og
þegar Vitazgjafa er fyrst getið, er það orðað svona:
„En þau gæði fylgdu mest Þverár-landi: — þat var akr, er
kallaðr var Vitazgjafi, því at hann varð aldrei úfrær; enn hon-
um hafði svá skipt verit með landinu, at sitt sumar höfðu hvárir“.
Er hér átt við það, að Þverárlandi var skipt milli Ástríðar, móður
Glúms, og feðganna, Þorkels og Sigmundar, er settust að á Þverá,