Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Qupperneq 70
70
og bægðu Ástríði á braut; lét hún þá byggja bæinn Borgarhól,
sem er næsti bær norðan við Munka-Þverá, og örskammt á milli
—, og bjó hún þar. Áttu þau svo að hafa akurinn til skiptis, „sitt
sumar“ hvort.
En með ójöfnuði tóku þeir feðgar akurinn af Ástríði, og stóð
svo þar til Glúmur kom út. Mun hann hafa hugað á hefndir, þó
að ekkert léti hann uppi um slíkt.
Þá segir nokkuð frá heimanför Glúms, þegar hann fór til ak-
ursins, morguninn, sem hann drap Sigmund i Þorkelsson, og verð
ég að taka þær setningar orðréttar upp, sem máli skipta. Ástríð-
ur vakti Glúm einn morgun um haustið og segir honum í frétta-
skyni:---------„ok fóru þau Sigmundr ok Vigdís snemma í morg-
in til akrs Vitazgjafa, ok munu þau vel hyggja, er þau hafa akr-
inn, er vér ættim, ef at réttu færi“.
Glúmur lét svo söðla sér hest og vandaði búning sinn, og þótti
Ástríði hann búa sig vel „til heyverksins“, en Glúmur kvaðst „ríða
til Hóla upp, ok þiggja heimboð af Þorsteini bróður sínum. Síöan
reið hann suðr yfir ána. Enn þá er hann kom til akrsins, þá tók
hann dálkinn ór feldinum, enn þau váru í alcri Vigdís ok Sig-
mundr. Glúmr leit yfir akrinn ok mælti: „Eigi brást hann Vitaz-
gjafi enn“.
Og eftir víg Sigmundar reið Glúmur upp til Hóla, en sagði
þó áður Vigdísi að fara heim og segja Þorkeli, að Sigmundur væri
eigi „einfærr af akrinum“.
Ég hef nú tilfært þá staði sögunnar orðrétt, er máli skipta,
og geta því lesendur fylgzt betur með ályktunum mínum, þó að
þeir hafi ekki söguna við höndina. Áður en lengra er farið, má
geta þess, að einnig Landnámabók getur um víg Sigmundar, „er
Glúmr vá á akrinum [Vitazgjafa“, bætir Melabók við]. (Ldn.,
Köbenhavn 1925, bls. 127 og n. m.). Um atburðina og akursnafnið
vitna því tvær ágætar heimildir, sem ég tel sjálfstæðar, en að rök-
ræða það atriði yrði of langt mál hér. En þetta sýnir ljóslega, að
vígsögn þessi hefur verið alþekkt norðanlands, sérstaklega í Eyja-
firði, og örnefnið verið söguriturunum kunnugt, en bezt þekkt af
höfundi Víga-Glúms-sögu, en hann hefur að öllum líkindum verið
á Munka Þverá — á klausturtímabilinu.
Þá er rétt að drepa á þær tilgátur, sem fram hafa komið um,
hvar akurinn hafi verið, en ekki hef ég átt þess kost, að leita í
.ritum útlendra fræðimanna um þetta atriði, nema í örnefnalýs-
ingu Kr. Kálunds. (Isl. Beskriv. I.-—II.), og er lítið á henni að
græða. En vel má vera, að einhverjir útlendingar hafi getið sér til