Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Side 72
72
ir er að ræða í sögunni. Þá virðist það alleinkennilegt, ef þau Sig-
mundur og1 Vigdís hefðu verið rétt neðan-við áðurgreinda tún-
brekku, örskammt frá bænum, að Glúmur hefði staldrað lengi þar
við, eins og sagan þó segir, því að búast mátti við, að húskarlar eða
griðkonur á Þverá sæju atfarir þeirra Glúms og Sigmundar, og enn
óskiljanlegra, að Vigdís skyldi ekki vænta hjálpar heimamanna, ef
akurinn hefði þarna verið, í góðu kallfæri til bæjarins.
Enn má því við bæta, að orðalagið: „Þau gæði fylgdu mest
Þverárlandi“, styður sízt, að akurinn hafi verið rétt við túnfótinn.
Venjulega er það svo, að gæði (=hlunnindi), sem fylgja jörðum, eru
sjaldnast í túnjaðri, eða næst bæjum, heldur í nokkurri fjarlægð,
þó að um sárfáar undantekningar geti verið að ræða. Og svo loks
eitt enn. Hefði akurinn verið þarna rétt við túnið, mátti búast við,
að þau Vigdís og Sigmundur, sem fóru „snemma“ um morguninn
til akursins, væru heim farin, því að Glúmur hafði engan hraða á
búnaði sínum, og fór eigi heimanað fyr en úr dagmálum.
Nei, hvernig sem þessu er velt fyrir sér, þá ber allt að sama
brunni um það, að Vitazgjafi hefur verið í nokkurri fjarlægð frá
Þverá.
Þá hefur Eiríkur Briem getið þess til (í Árbók Fornl.f. 1928,
bls. 53), að akurinn hafi verið „sunnan til á eyrunum“, sem Þverá
hefur myndað með framburði sínum. Hann gengur út frá því, sem
rétt er, að akurinn hafi verið sunnan við ána, en þá hefði hún
orðið að renna utar eða um svipaðar slóðir sem nú, sem að vísu
er ekki útilokað. En Þveráin er ekki við eina fjölina felld með far-
veg sinn. Eyrarnar sýna það sjálfar, að áin hefur kastað sér sitt
á hvað í leysingum, brotið sér nýja farvegi hvað eftir annað og
fyllt þá aðra upp; stundum hefur hún runnið suður og niður eyr-
arnar, önnur tímabil aftur á móti norður og vestur, og færzt svo
til suðurs aftur, o. s. frv. Og væri það sennilegt, að akurland „sunn-
an til á eyrunum" hefði verið friðað fyrir grjótburði árinnar?
Fjarri fer því. Og þær hafa heldur ekki verið það hallamiklar til
suðurs í fornöld, að þar hafi notið verulega sólar í skjóli.1)
Um 1300, þegar Víga-Glúms-saga er rituð, er talað um för
Glúms til akursins, eins og þá sé það alkunnur staður; enda hefur
það verið svo. Áin hefur ekki getað grandað akrinum, því að hann
hefur ekki legið á leiðum hennar.
1) E. B. segir í grein sinni, að Sigmundur og Vigdís hafi verið „á skemmti-
göngu, þegar Glúmur hitti þau“. Ég veit ekki hvaðan hann hefir þetta. í þeim
útgáfum af sögunni, sem ég hef séð, er það ekki nefnt.