Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Page 74
74
beinlínis var í leiðinni fyrir Glúm (frá Borgarhóli, áleiðis til Hóla),
sem farið hefur fram eystri bakka Eyjafjarðarár, eftir víg Sig-
mundar.
Suðurendi Stangarhólma er allur nokkru hærri en norðurendinn,
og flóð munu aldrei hafa skolazt yfir hann. Jarðvegur er sendinn,
svo að melgras nær þar fullum þroska, og kartöflur þrífast þar á-
gætlega.
Á dögum Glúms hefur nesið verið all-stórt að flatarmáli, líklega
skipt nokkrum dagsláttum, og þar hefur því mátt mikið korn á standa.
Skal ég þá næst athuga, hversu afstaða Stangarhólma kemur
heim við Víga-Glúms-sögu.
1 fyrsta lagi minni ég á áðurgreindar röksemdir fyrir því, að
akurinn hafi verið í nokkurri fjarlægð frá Þverá, og þarf ekki að
endurtaka þær. Ég hef nú fyrir mér uppdrátt herforingjaráðsins,
og samkvæmt honum eru tvær rastir (kílómetrar) frá Borgarhóli —
bæ Glúms, til Stangarhólma. En frá Þveránni, skammt niðri á eyr-
unum, er um eina röst, og finnst mér það eiga mjög vel við orðin:
„enn er hann kom til akursins", er benda til þess, að akurinn hefur
ekki verið sunnan við ána á skriðunni, heldur nokkru fjær, eins og
ég hef áður sýnt fram á. Suður fyrir ána varð Glúmur einmitt að
fara, því að auðvitað er hér átt við; Þverána; og hvort sem hún
hefur runnið þá norðar eða sunnar á eyrunum, hlaut liún að verða
á leið hans í hólmann. Þetta stendur því vel heima. Þá fer það ekki
síður vel saman, að Vitazgjafi verði á vegi Glúms „upp til Hóla“, ef
Stangarhólmi er sami staðurinn. Það lá einmitt beint við að fara
þar hjá hólmanum, enda má búast við því, að Vigdísi hafi grunað,
hvað bjó í huga Glúms, er hann bjó sig sem til bardaga og kvaðst
ætla „upp til Hóla“, en sá bær er, eins og kunnugt er, frammi í
Eyjafjarðardal. Þar sem kostur var á, lögðu fornmenn tíðum leiðir
sínar eftir eyrum og bökkum með ám fram, og munu Eyfirðingar
ekki hafa forðazt það frekar en aðrir. Og hvað er þá því til fyrir-
stöðu, að göturnar hafi legið með Eyjafjarðará, þegar framar dró í
fjörðinn? Það er auðvelt að gizka á leið Glúms: Þegar hann er kom-
inn „suður yfir ána“, fer hann suður og vestur eyrarnar, og eftir
víg Sigmundar heldur hann áfram ferð sinni, fram með Eyjafjarðará.
Þá má ekki gleyma, í þessu sambandi, orðalaginu:---------„þau
váru í akri, Vigdís og Sigmundur". Þarna virðist skjóta upp dag-
legri málvenju um akurinn — á þessum árum — og víðar þar sem
eins er háttað. Af því að akurinn liggur svo lágt — niðri í Eyja-
fjarðará — hefur verið sagt í akri, en ekki á akri, sbr. að fara „í
hólma“, sem er algengasta málvenja norðanlands. Aftur á móti er