Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Page 77
77
Norðm. og ísl., bls. 73—78), átti vitanlega rót sína að rekja til þess
trausts, er hann hafði sem ársældar-guð.
Hafi nú akurinn verið helgaður Frey, var það mjög eðlilegt, að
akurland þetta lenti með Hripkelsstöðum, er fram liðu stundir, því
að þegar akurinn fór að bregðast, eins og aðrir kornræktarstaðir
hér á landi, hefur Þverár-bændum þótt minni slægur í „akrinum"
og lagt hann undir Hripkelsstaði, sem fylgt hafa Þverá til loka
klausturstímans (1551). Hve nær Stangarhólms-nafnið kom upp, er
með öllu óvíst, en það hefur verið löngu eftir að Vitazgjafi brást og
kafnaði undir nafni hinna fornu gæða.
Um Hrísateig get ég orðið miklu stuttorðari. En einnig um
það, hvar hann hafi verið, eru getur manna nokkuð á víð og dreif.
En flestir munu hallast að því, að hann hafi verið skammt fyrir
austan Eyjafjarðará, lítið eitt í norðaustur frá Espihóli, frekar en
á móti bænum. Það ætlar og Eiríkur Briem í áðurnefndri ritgerð,
en hann var í æsku sinni kunnugur á stöðvum þessum, þó að sumt í
ritgerð hans sýni langan fjarvistartíma frá þeim dögum.
Sumir hafa ætlað, að Hrísateigur hafi verið á svonefndu Lauga-
landsholti — fyrir sunnan Laugaland, aðrir, að hans væri að leita
milli Þverár og Uppsala. En hvorugt nær nokkurri átt. Glúma sker
alveg úr um það. Esphælingar voru á heimleið frá Uppsölum. Þeir
riðu yfir ána; „sá Glúmr för þeirra, ok ætluðu yfir at Kvarnár-
vaði“. „Síðan rann Glúmr ór garði eftir þeim,-------------ok rennr
á leiðina fyrir þá olc menn hans með hánum“. Hér er átt við Þverá.
Þórarinn fer með flokk sinn, alfaraleið að líkindum, yfir Þverá og
niður Þveráreyrar, í áttina að Kvarnárvaði; en svo hét vað á Eyja-
fjarðará, rétt norðan við Espihól, þar sem Kvarná rann í Eyja-
fjarðará. Lækurinn norðan við Espihól heitir enn í dag Kvarná
(sbr. fyrnefnda Espihóls-lýsing). „Harðslægr var Hrísateigr í
dag“, mælti Glúmur eftir bardagann, og virðast þau orð benda til
engjateiga þar á eyrunum, austan Eyjafjarðarár, sem vel hafa getað
verið á þessum slóðum, þó að þá væri hrísi vaxið á milli. Bardag-
inn hefur auðvitað sézt vel frá Espihóli, og þaðan verið skammt til
fundarins, enda skundaði Eiríkur, húskarl Þórarins, frá verki sínu.
til að veita húsbónda sínum lið.
Fleiri rök mætti færa þessu áliti til styrkingar, en þess gerist
ekki þörf, svo ákveðið segir sagan sjálf um leið Þórarins til Hrísa-
teigs.
í maí 1936.
Margeir Jónsson.