Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Síða 78
Vitazgjafi og Þórunnarey.
Margir utanhjeraðsmenn, sem komið hafa að Munka-Þverá, hafa
spurt, hvort nokkur viti nú, hvar hinn frægi akur Vitazgjafi hafi
verið. En við því er ekki nema eitt svar, og það er á þá leið, að nú
viti menn ekki frekar um það en það, sem stendur í Víga-Glúmssögu;
en allt annað sje tilgátur.
En í Víga-Glúmssögu stendur: „Þau gæði fylgdu Þverárlandi —
þat var akr, er kallaðr var Vitazgjafi, því hann varð aldrei úfrærr"
(útg. S. K. 1897, bls. 20). Enn fremur: „Síðan reið hann (þ. e. Glúm-
ur) suðr yfir ána, en þá er hann kom til akrsins, þá tók hann
dálkinn ór feldinum; en þau váru á akri, Vigdís ok Sigmundr“. —
Annars staðar, þar sem minnzt er á akur þennan í Víga-Glúms-sögu
og Landnámu, eru engar bendingar um, hvar akurinn hafi verið.
Síðan þetta var ritað, hef jeg hvergi sjeð minnzt á Vitazgjafa, fyr
en um miðja átjándu öld, í ferðabók þeirra Eggerts Ólafssonar og
Bjarna Pálssonar. Þeir fjelagar fóru um sumarið 1752 frá Þing-
völlum, norður Kjöl, og ætluðu norður í Skagafjörð, en fengu ill-
viðri á f jöllunum og villtust, og eftir þriggja daga hrakninga og mat-
arleysi komu þeir niður í Eyjafjarðardal. I Eyjafirði dvöldu þeir
nokkra daga, áður en þeir fóru norður í Þingeyjarsýslu. Hvar þeir
fjelagar hafa dvalið í Eyjafirði þessa daga, verður ekki sjeð, en
Hklega hafa þeir annað hvort haldið til á Grund, hjá Þórarni sýslu-
manni, eða á Munka-Þverá, hjá Sveini lögmanni Sölvasyni, en sjálf-
sagt komið á báða þessa staði. Það, sem Eggert Ólafsson ritar um
Vitazgjafa, set jeg hjer í lauslegri þýðingu: „Jeg vil við þetta tæki-
færi einungis nefna hinn fræga akur, sem kallaður var Vitazgjafi.
Hann var í eyju í Eyjafjarðará og olli á 10. öld nábúa-deilum
(sjá V. G. sögu). Það merkilegasta er, að sagan greinir frá, að aðal-
gæði akursins var, að hann varð aldrei ófrær, þ. e. a. s. að kornið
varð ávallt fullþroska. Að líkindum hefur kornið sáð til sín sjálft
og þar af leiðandi verið villt; ef til vill af rótinni, svo að eigandinn
þurfti ekki annað en að slá það. Nú á tímum vex þar arundo foli-
orum lateribus convolutis acumine pungente, sem er nokkurs konar