Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Side 79
79
villtur rúgur. Við höfum komið á nokkrum stöðum á fslandi, þar
sem kornakrar hafa verið, og jafnvel sjeð akurreinarnar. Nú er það
áreiðanlegt, að fommenn sáðu korni, og þar af leiðandi höfðu ekki
eingöngu villt korn. Þó getur það verið vafamál, hvort það korn
hefur ekki úrættzt (udartet) og orðið villt og perenneus. Og í öðru
lagi, hvort fornmenn hafa ekki þekkt aðferðir til að hjálpa náttúr-
unni til að auka þroska og gæði villta kornsins, annað hvort með
vatnsveitingum, áburði eða á annan hátt“.
Síðan minnist Eggert á þær tilraunir til lcornyrkju í Húnavatns-
sýslu, sem hinir jótsku bændur voru látnir gera þá fyrir fáum
árum. Þessir dönsku bændur voru sendir hingað að tilhlutun dönsku
stjórnarinnar, til að gjöra tilraunir með ýmsar korntegundir, þar
á meðal bygg og hafra og fleira, og dvöldu hjer í nokkur ár. Og má
það merkilegt heita, hvað þær tilraunir mistókust algjörlega. Má
með sanni segja, að þá hafi sá dómur verið upp kveðinn, að engin
korntegund gæti þroskazt hjer á landi, og hefur sá dómur verið í
fullu gildi til vorra daga.
Jeg tel vafalaust, að eyja sú eða hólmi, sem Eggert talar um,
sje hinn svo-nefndi Stangarhólmi (nafnið dregið af melstöng), sem
er í Eyjafjarðará, beint ofan-undan Rifkelsstöðum og tilheyrir þeirri
jörð.
Eggert Ólafsson fer hjer að sjálfsögðu eftir fullyrðingum Ey-
firðinga um legu Vitazgjafa, en þeir hafa byggt fullyrðingar sínar
á því, að í hólma þessum er töluvert af melgrasi, og hafa þeir álitið,
að það hafi vaxið þar síðan á dögum Glúms, eða öllu heldur, að bygg-
ið þar hafi á svö löngum tíma smátt og smátt úrættzt úr byggi í
melgras. Náttúrufræðin var á þeim tíma komin skammt á veg,
og hugmyndir íslendinga í þá daga um akuryrkju munu hafa
verið næsta óljósar. En hvað sem þessu líður — munu menn spyrja:
Er nokkuð því til fyrirstöðu, að akurinn hafi verið á þessum stað,
og menn á 18. öld farið þar eftir fornum munnmælum? Mjer finnst,
að um forn munnmæli sje hjer ekki að ræða, en það er ekki hægt
að sanna það til eða frá. En það er margt, sem mælir eindregið á
móti því, að akur hafi nokkurn tíma verið á þessum stað, fyrir utan
það, að það er í mótstöðu við orð sögunnar: „Síðan reið hann suður
yfir ána“. En til þess verð jeg að lýsa staðháttum með fáum orðum.
Eyjafjarðará rennur — og hefur alla tíð runnið — þar á nokkrum
kafla, vestast á undirlendinu og því all-langt frá Rifkelsstöðum.
Næsti bær við hólmann mun vera Espihóll, sem er þó nokkuð sunnar.
Jarðvegur er þar mjög sendinn og laus í sjer, en töluverður straum-
ur í ánni, og brýtur hún því bakkana að austan og vestan til skiptis,