Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Side 79

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Side 79
79 villtur rúgur. Við höfum komið á nokkrum stöðum á fslandi, þar sem kornakrar hafa verið, og jafnvel sjeð akurreinarnar. Nú er það áreiðanlegt, að fommenn sáðu korni, og þar af leiðandi höfðu ekki eingöngu villt korn. Þó getur það verið vafamál, hvort það korn hefur ekki úrættzt (udartet) og orðið villt og perenneus. Og í öðru lagi, hvort fornmenn hafa ekki þekkt aðferðir til að hjálpa náttúr- unni til að auka þroska og gæði villta kornsins, annað hvort með vatnsveitingum, áburði eða á annan hátt“. Síðan minnist Eggert á þær tilraunir til lcornyrkju í Húnavatns- sýslu, sem hinir jótsku bændur voru látnir gera þá fyrir fáum árum. Þessir dönsku bændur voru sendir hingað að tilhlutun dönsku stjórnarinnar, til að gjöra tilraunir með ýmsar korntegundir, þar á meðal bygg og hafra og fleira, og dvöldu hjer í nokkur ár. Og má það merkilegt heita, hvað þær tilraunir mistókust algjörlega. Má með sanni segja, að þá hafi sá dómur verið upp kveðinn, að engin korntegund gæti þroskazt hjer á landi, og hefur sá dómur verið í fullu gildi til vorra daga. Jeg tel vafalaust, að eyja sú eða hólmi, sem Eggert talar um, sje hinn svo-nefndi Stangarhólmi (nafnið dregið af melstöng), sem er í Eyjafjarðará, beint ofan-undan Rifkelsstöðum og tilheyrir þeirri jörð. Eggert Ólafsson fer hjer að sjálfsögðu eftir fullyrðingum Ey- firðinga um legu Vitazgjafa, en þeir hafa byggt fullyrðingar sínar á því, að í hólma þessum er töluvert af melgrasi, og hafa þeir álitið, að það hafi vaxið þar síðan á dögum Glúms, eða öllu heldur, að bygg- ið þar hafi á svö löngum tíma smátt og smátt úrættzt úr byggi í melgras. Náttúrufræðin var á þeim tíma komin skammt á veg, og hugmyndir íslendinga í þá daga um akuryrkju munu hafa verið næsta óljósar. En hvað sem þessu líður — munu menn spyrja: Er nokkuð því til fyrirstöðu, að akurinn hafi verið á þessum stað, og menn á 18. öld farið þar eftir fornum munnmælum? Mjer finnst, að um forn munnmæli sje hjer ekki að ræða, en það er ekki hægt að sanna það til eða frá. En það er margt, sem mælir eindregið á móti því, að akur hafi nokkurn tíma verið á þessum stað, fyrir utan það, að það er í mótstöðu við orð sögunnar: „Síðan reið hann suður yfir ána“. En til þess verð jeg að lýsa staðháttum með fáum orðum. Eyjafjarðará rennur — og hefur alla tíð runnið — þar á nokkrum kafla, vestast á undirlendinu og því all-langt frá Rifkelsstöðum. Næsti bær við hólmann mun vera Espihóll, sem er þó nokkuð sunnar. Jarðvegur er þar mjög sendinn og laus í sjer, en töluverður straum- ur í ánni, og brýtur hún því bakkana að austan og vestan til skiptis,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.