Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Side 80
80
'Og myndast þá rif og eyrar í miðri á, og ef einhver gróður nær til
að festa þar rætur, ber áin í það leir og sand og smá-hækkar eyrin
og verður að grónum hólma. Eftir þeim breytingum, sem orðið hafa
á þessum slóðum á þeim 50—60 árum, sem jeg man til, þykir mjer
mjög hæpið, að Stangarhólminn hafi verið til á dögum Glúms.
Melur vex lítils háttar með-fram Eyjafjarðará, þar sem sand-
fok nær til, en hverfur, þegar þau skilyrði minnka og annar gróður
nær þroska, og þannig er það með Stangarhólmann — og fleiri
hólma á þessum kafla, — að fyrir 20—30 árum var þar nokkur mel-
ur, en er nú að mestu horfinn. Nú rennur áin öll austan-við hólm-
ann — nema í flóðum, en áður hefur hún runnið aðallega vestan-
við hann. Eins og jeg hef getið um, er jarðvegur þar sendinn og
laus og því óhæfur í girðingar, en hins vegar er áin venjulega of
vatnslítil til að hamla ágangi búfjár, svo að akur þar hefði verið í al-
gjörðri örtröð.
Síðan á dögum Eggerts Ólafssonar hef jeg hvergi sjeð minnzt
á Vitazgjafa fyr en í ferðabók Kr. Kálunds. Hann gisti á Munka-
Þverá 10. september 1873, og fjekk hjer kunnugan mann til að fara
með sjer á nokkra sögustaði hjer í nánd og frammi í „Firði“. Ekki
mun hann hafa komið í Stangarhólmann, enda gerðist þess ekki þörf.
Það sem Kálund skrifar um Vitazgjafa er í raun og veru ekki annað
en að hann vitnar í Eggert Ólafsson, en getur þess þó, að það komi í
bág við orð V. G. sögu, að Vitazgjafi hafi verið í Stangarhólman-
um.
1 Flóru íslands getur höfundurinn þess, að hann hafi fundið
jurt þá á Vitazgjafa, sem hann kallar bláhveiti, og á hann þar efa-
laust við Stangarhólmann. Þessi jurt hefur fundizt víðar með-fram
Eyjafjarðará (Steindór Steindórsson) og getur ekki átt neitt skylt
við fornan akur, enda mun það ekki vera nein sjerleg nytjaplanta,
þó að nafnið sje fagurt.
I Árbók Fornleifafjelagsins 1906 minnist Brynjúlfur Jónsson
meðal annars á Vitazgjafa. Honum virðist ótrúlegt, að hann hafi
verið í Stangarhólmanum. En honum finnst lang-líklegast, að akur-
inn hafi verið hjer norðan megin árinnar, rjett sunnan við upptúnið.
Þar var þá hallalítill smáþýfður mór—nú sljettað tún—í ágætu skjóli
og gott akurstæði. Mór þessi er nú kallaður Kvíamór, því að þar
voru mjaltakvíar nokkur ár eftir miðja s. 1. öld. Brynjúlfur ber mig
fyrir þeirri hugmynd, að þar muni Vitazgjafi hafa verið, og það er
rjett; en jeg hef síðar mikið efazt um, að þessi hugmynd sje rjett,
enda er það á móti orðum sögunnar, og mun jeg síðar gjöra nánari
.grein fyrir því.