Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Blaðsíða 81
81
1 Búnaðar-ritinu, 24. árgangi, árið 1910, er ritgjörð, Um
kornrækt á Islandi til forna, eftir dr. Björn M. Ólsen. Hann getur
þess til, að akurinn Vitazgjafi hafi verið þar sem heitir Maríugerði,
en hann hefur víst verið öllum staðháttum hjer ókunnugur. Eiríkur
Briem, prestaskólakennari, og fleiri, hafa látið þá skoðun sína í ljós
munnlega, að Vitazgjafi hafi að vísu verið fyrir sunnan Þverána,
en sje nú kominn undir grjóteyrar, en mjer finnst það ólíklegt, og
vil jeg færa rök fyrir því.
Þveráin, sem rennur á milli Munka-Þverár og Rifkelsstaða,
kemur úr tveimur dölum, Þverárdal og Mjaðmárdal, og koma árnar
saman nokkru fyrir ofan nefnda bæi. Dalir þessir eru hrjóstrugir
og fjöllin að þeim brött og há, og er því ákaflega skriðuhætt þar í
rigningum og leysingum, og verða árnar þá oft geysi-vatnsmiklar
og ryðja þá fram óhemju-miklu af grjóti og sandi og mynda bungu-
vaxnar grjóteyrar á láglendinu, að minnsta kosti 1 km. á breidd. Eftir
þessum eyrum rennur áin sitt á hvað, fyllir farvegi og grefur nýja á
iítilli stundu, en ber það smágjörðasta og það, sem helzt er til gróð-
urs, ofan í Eyjafjarðará. Eyrar þessar takmarkast beggja vegna af
mýrlendi, sem er óhæft til ræktunar. Svo þegar tillit er tekið til
þess, að ekkert efni er þar nothæft í garðlag, sem þó var nauðsyn-
legt á þeim slóðum, þá er það ljóst, að það er ótrúlegt, að þar hafi
verið valinn staður fyrir akur.
Ungfrú Anne Holtsmark, dósent í norrænu við háskólann í Ósló,
dvaldi á Munka-Þverá nokkrar vikur sumarið 1932. Kom hún þá á
sögustaði þá, sem getið er um í V. G. sögu. Eftir að hún kom heim,
skrifaði hún fróðlega ritgjörð um akurinn Vitazgjafa í tímaritið
Maal og Minne. Fyrst gjörir ungfrú Holtsmark grein fyrir því, að
orðið vitaz hafi þekkzt í fornnorrænu og jafnvel fleiri skyldum mál-
um, og hafi þýtt: vitanlegt, öruggt, óbrigðult; og þar af leiðandi,
ef um akur væri að tala, að vitazgjafi væri akur, sem gæfi trygga
uppskeru — yrði aldrei ófrær.
Mjer er kunnugt um að norrænufræðingar hafa fyr komizt að
sömu niðurstöðu um nafnið vitaz. En ungfrú Holtsmark færir rök
fyrir því, að nafnið Vitazgjafi hafi þekkzt á Norðurlöndum í forn-
öld á ökrum, þó að nafnið sje nú mjög afbakað, — sem stóðu í nánu
sambandi við Freys-hofin, en oftast voru þeir akrar kallaðir „Freys-
akur“.
Eins og kunnugt er, var Freyr guð regns og sólskins, gróðurs
og búsældar, og á Rifkelsstöðum var Freyshof. Eftir trúarskoðun- •
um fornmanna var óhjákvæmileg nauðsyn, að Freyshof og akur fylgd-
ust að, hlið við hlið, það var ánægjulegt fyrir Frey, að hafa akur
6