Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Qupperneq 82
82
hjá sjer, og trygging fyrir akurinn að vera undir vernd Freys. Kr.
Kálund áleit, að hofið á Rifkelsstöðum hafi staðið á lágum hávaða,
skammt norðan við bæinn á Rifkelsstöðum, og snýr tóftin þá frá
austri til vesturs, en ekki er hægt að sjá, hvað hún hefur verið stór, ,
því að til langs tíma hafa staðið þar skepnuhús á austurendanum —
fyrrum fjós, nú f járhús. Og er þetta álit Kálunds víst rjett.
Nú hagar þar þannig til, að norðan við þessa tóft gengur nær
ferhyrndur skiki norður úr aðal-túninu, ca. hálf önnur vallar-dag-
slátta að stærð. Þessi skiki er að mestu sljettur og hallar dálítið á
móti suðri. Á þrjá vegu hefur hann verið girtur öflugum garði, en
að sunnan, heim að aðal-túninu, vottar nú ekki fyrir garðlagi. Að
öðru leyti er túnið smá-mishæðótt, og var áður víðast stór-þýft, og
sjest lítið af fornum girðingum um það. Mjer finnst ekki ólíklega
til getið, að akurinn Vitazgjafi hafi verið þar, sem fyr-greindur
flötur er, og að minnsta kosti er það lang-álitlegasta akurstæðið,
sem hægt er að finna fyrir sunnan á, og þótt víðar sje leitað.
Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi getur þess í Árb. Fornlfjel.,
að þeir akrar frá fornöld, sem hann hafi sjeð, hafi allir legið á
móti suðri eða suð-vestri, ef þess var kostur. Jeg vil samt hins vegar
geta þess, að nú í nokkur ár hefur verið sáð byggi í litlum stíl á r
berangri, bæði fyrir norðan og sunnan Þverána, og heppnazt sæmi-
lega. En vitanlega er tryggari uppskera í góðu skjóli. Jeg tel efa-
laust, að höfðinn sunnan-við ána hafi á landnámstíð verið skógi vax-
inn, og sömuleiðis hálsinn þar suður og upp, og þar uppi hjá Mjaðm-
ánni var skógurinn, sem Bárður bóndi á Skáldstöðum var að sækja
sjer við úr til húsabóta, þegar Vigfús Glúmsson vá hann. Ef til vill
munu einhverjir spyrja sem svo: Hvers vegna höfðu Þveræingar ekki
hofið og akurinn í nánd við bæ sinn, heldur fyrir sunnan ána, sem
oft er til farartálma og stundum ófær? — Vil jeg geta þess, sem mjer
finnst eðlilegast í því máli.
Það hefur ætíð verið, og er enn, ófrávíkjandi nauðsyn, að þegar
menn mynda ný heimili í ónumdu landi, þá verður landneminn
fyrst að koma sjer upp húsum fyrir fólk sitt og fjenað, og jafn-
framt að sá einhverju í jörðina, til þess að fá hið fyrsta eitthvað til
bjargræðis. Otsæði það, sem þeir álíta heppilegast að rækta, flytja
þeir með sjer. Fyrstu árin er ekki að tala um að eyða tímanum
í að girða akra eða annað, hvað svo sem girðingarefnið er, og þá >
sízt úr því efni, sem mest vinna fer í, t. d. garðlag, því að nóg er
að starfa fyrir því. Eina ráðið, sem landneminn hefur venjulega,
er að halda skepnum sínum í einni átt frá heimilinu, en hafa akur-
inn í annari átt. Vitanlega getur þetta búskaparlag ekki gengiðr